Í morgun var topp tíu listi samtaka Íþróttafréttamanna birtur og voru það gleðifréttir að sjá nöfn þeirra Dags Kára Ólafssonar og Hildar Maju Guðmundsdóttur á listanum, bæði tvö hafa náð sögulegum árangri á árinu. Í ár voru 30 félagar í samtökunum frá átta fjölmiðlum sem greiddu atkvæði. Hver félagi raðar tíu nöfnum á blað og fær efsti íþróttamaðurinn 20 stig, annað sætið gefur 15 stig, þriðja sætið 10 stig, fjórða sætið sjö stig, fimmta sætið sex stig og svo koll af kolli niður í 10. sætið sem gefur eitt stig.
Úrslitin verða opinberuð við hátíðlega athöfn í Hörpu þann 3. janúar sem verður sjónvarpað í beinni á RÚV.
27 ár eru síðan tvö úr fimleikum komust á listann, eða árið 1998 þegar Rúnar Alexandersson og Elva Rut Jónsdóttir náðu þeim frábæra árangri. Það var fyrir tíð Hildar og Dags en eru þau aðeins 20 og 22 ára gömul.
Magnús Scheving vann árið 1995 (þolfimi), Kolbrún Þöll Þorradóttir varð önnur árið 2021 og þau Rúnar Alexandersson (2004) og Írist Mist Magnúsdóttir (2010) voru í 3. sæti. Oftast hefur Rúnar komist á listann úr fimleikunum, en hann hefur komist á topp 10 listann alls 5 sinnum, árin 1998, 1999, 2000, 2002 og 2004.
Við bíðum spennt eftir úrslitunum og hvetjum við allt fimleikaáhugafólk til þess að fylgjast með þann 3. janúar.

