Select Page

Karlalandslið Íslands í áhaldafimleikum keppti í liðakeppni og undanúrslitum á áhöldum á Norður Evrópumótinu í dag. Mótið fer fram í Leicester á Englandi.

Það er nóg að gera hjá íslensku fimleikafólki þessa dagana. Heimsmeistaramótinu í Jakarta er nýlokið og nú tekur við Norður Evrópumót þar sem Ísland sendir til leiks kvenna og karlalið. Karlaliðið reið á vaðið og hóf keppni í dag. Flottur árangur liðsins skilaði þeim 4. sæti í liðakeppni auk þess sem við eigum menn í úrslitum á áhöldum.

Wales kom sá og sigraði í liðakeppninni, englendingar áttu annað sæti og Skotland það þriðja. Okkar menn enduðu svo í því fjórða með 280.900 stig. Liðið skipa þeir Ari Freyr Kristinsson, Atli Snær Valgeirsson, Jón Sigurður Gunnarsson, Lúkas Ari Ragnarsson, Sigurður Ari Stefánsson og Sólon Sverrisson. Þjálfarar þeirra á mótinu eru Ólafur Garðar Gunnarsson og Viktor Kristmannsson.

Í úrslitum á áhöldum á sunnudaginn eigum við eftirfarandi keppendur:

Gólf: Atli Snær Valgeirsson

Hringir: Jón Sigurður Gunnarsson

Stökk: Atli Snær Valgeirsson og Sólon Sverrisson

Tvíslá: Sólon Sverrisson

Svifrá: Atli Snær Valgeirsson og Jón Sigurður Gunnarsson

Kvennaliðið keppir í liðakeppni og undanúrslitum á áhöldum á morgun, laugardag.

Hér má sjá beint streymi og úrslit mótsins.

Hér má sjá myndir frá mótinu.

Fimleikasamband Íslands óskar keppendum, þjálfurum og félögum þeirra innilega til hamingju með árangurinn.