Select Page

HM undirbúningur eru nú á lokametrunum hér í Jakarta, Indónesíu. Karlalandsliðið lauk við podiumæfinguna sína í gær, þar sem strákarnir fengu að prufukeyra keppnissalinn í fyrsta og síðasta skiptið fyrir keppni. Keppnissalurinn er vel uppsettur og flottur, strákarnir eru sáttir með áhöldin og nú taka við tveir dagar af æfingum þar sem að áherslan er á að fínpússa og stilla sig af fyrir keppni.

Það var gott að komast inn í keppnissalinn og fá að prufukeyra hann, til þess að losa um stressið fyrir keppnina. – Valgarð Reinhardsson, landsliðsmaður í áhaldafimleikum.

þann 19. október, klukkan 11:15 á íslenskum tíma keppa þeir Valgarð Reinhardsson, Dagur Kári Ólafsson og Ágúst Ingi Davíðsson í undanúrslitum á HM. Hér verður hægt að fylgjast með úrslitum. Íslensku stelpurnar mæta á podiumæfingu á morgun og stíga svo á stóra sviðið þann 21. október kl. 04:15 á íslenskum tíma.

Heimasíða mótsins.

Úrslitin í beinni á RÚV