Eftir frábæra síðustu daga í Kuala Lumpur í Malasíu, þar sem HM-teymið jafnaði sig eftir langt og strangt ferðalag, tímamismuninn og lofthitann, eru þau loksins mætt til Jakarta í Indónesíu.
Fyrstu æfingarnar gengu smurt fyrir sig. Umferðin hér í Jakarta er þung og hefur aðeins sett strik í reikninginn hjá íslenska teyminu, en heimamenn vinna nú að því að fullkomna rútuplönin. Þjálfarar og keppendur eru almennt ánægð með aðstöðuna og áhöldin, sem eru frá TaiShan – mörg þeirra eru að prófa þessi áhöld í fyrsta sinn. Starfsfólk hótelsins sér til þess að allir hafi það sem þau þurfa, og keppendur eru vaktir með „wake-up call“ á morgnana – sem fer misvel í hópinn.
Stelpurnar eru á sinni annarri æfingu þegar þessi frétt er skrifuð, og síðar í dag fer podiumæfing strákanna fram.
Mótshaldarar hafa látið vita að sýnt verði frá undanúrslitum í beinu streymi. Við birtum hlekkinn á samfélagsmiðlum okkar um leið og hann berst.
Úrslit á RÚV
- 22. október – fjölþrautarúrslit karla kl. 11:25
- 23. október – fjölþrautarúrslit kvenna kl. 11:25
- 24. október – úrslit á einstökum áhöldum kl. 06:55
- 25. október – úrslit á einstökum áhöldum kl. 06:55 (RÚV 2)
Myndir frá podiumæfingum og keppni verða birtar hér.
Úrsit frá undanúrslitum verða birt á heimasíðu FIG.
Við hvetjum alla fimleikaunnendur til að fylgjast með besta fimleikafólki heims keppa um heimsmeistaratitilinn – á RÚV og samfélagsmiðlum okkar, þar sem við munum sýna frá podium-æfingum, keppni og fleira.
ÁFRAM ÍSLAND!


