Í dag fóru fram podiumæfingar hér í Ólympíuhöllinni í París, Frakklandi. Þar sem landsliðin taka þátt á heimsbikarmóti, salurinn er glæsilegur og fimleikafólkið almennt mjög ánægt með aðstöðuna. Undankeppni fer fram á morgun og svo verða úrslitin haldin hátíðlega á sunnudag.
Þær Hildur Maja, Lilja Kartín og Thelma voru svo glæsilegar á podiumæfingunni í dag, þar sem þær prufukeyrðu glæný keppnisáhöld. Geislaði af þeim, þá séstaklega á slánni og gólfinu og má búast við fantagóðum fimleikum frá þeim í undanúrslitunum á morgun. Þeir Atli Snær, Ágúst Ingi og Dagur Kári mættu vel stemmdir, gerðu frábærar æfingar og voru þeir mjög sáttir með áhöldin.
Hvenær keppa þau? – íslenskir tímar
Ágúst Ingi Davíðsson
- Hringir kl: 09:20
- Gólf kl. 10:27
- Svifrá kl. 14:27
- Tvíslá kl. 16:57
Dagur Kári Ólafsson
- Bogahestur kl. 11:50
- Tvíslá kl. 16:57
- Svifrá kl. 14:27
Atli Snær Valgeirsson
- Gólf kl. 10:27
- Bogahestur kl. 11:50
Hildur Maja Guðmundsdóttir
- Slá kl. 14:27
Thelma Aðalsteinsdóttir
- Tvíslá kl. 10:27
- Slá kl. 14:27
- Gólf kl. 15:22
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
- Tvíslá kl. 10:27
- Gólf kl. 15:22
Myndir frá keppni verða birtar hér.
Úrslitalinkur kemur hér.
Fimleikasamband Íslands óskar keppendum góðs gengis í undanúrslitunum á morgun!
ÁFRAM ÍSLAND!







