Select Page

Nú er vika í að keppni í áhaldafimleikum hefjist á European Youth Olympic Festival (EYOF). Hátíðin fer fram í Skopje, Norður-Makedóníu en fer keppni í áhaldafimleikum fram í Osijek, Króatíu. Ferðalagið hefst um helgina þar sem að unglingalandsliðin tvö ferðast til Króatíu.

Íslensku strákarnir keppa í hluta 3, þann 22. júlí og stelpurnar í hluta 2, þann 23. júlí.

Þau Eva Hrund Gunnarsdóttir, Agnes Suto og Hróbjartur Pálmar Hilmarsson ferðast með liðunum tveimur.

Þau Kári Pálmason – Gerplu, Þorsteinn Orri Ólafsson – Ármann, Kolbrún Eva Hólmarsdóttir – Stjarnan, Rakel Sara Pétursdóttir – Gerpla og Sigurrós Ásta Þórisdóttir – Stjarnan, skipa unglingalandslið Íslands á EYOF.

Fimleikasamband Íslands óskar keppendum góðs gengis á lokametrunum í undirbúningi, sem og úti í Króatíu á stóra sviðinu.

Hér má finna heimasíðu leikanna.

Hér verða birtar myndir.