Select Page

Þær Thelma Aðalsteinsdóttir og Lilja Katrín Guðmundsdóttir hafa lokið keppni á heimsbikarmóti í Varna, Búlgaríu. Ótrúlegur árangur, en átti Ísland keppanda í úrslitum á öllum áhöldum og fyrsta varamann á tvíslánni.

Lilja Katrín keppti til úrslita á stökki á laugardeginum, framkvæmdi hún tvö gæsileg stökk, en varð fyrir því óhappi að meiðast í lendingu á seinna stökkinu. Stökkin skiluðu henni samt sem áður 6.sætinu sem er frábær árangur á hennar fyrsta heimsbikarmóti. Lilja dróg sig úr keppni á gólfinu að sökum meiðsla.

Thelma, sem gjörsamlega flaug inn í úrslitin á slánni og gólfinu, mætti einbeitt til keppni í úrslitunum. Súrt fall á slánni og gólfinu setti strik í reikninginn hjá Thelmu, endaði hún í 6. sæti á báðum áhöldunum og á hún mikið inni fyrir EM sem er næst á dagskrá.

Þær stöllur voru landi sínu til sóma og sýndu enn og aftur hvað Ísland er ríkt af heimsklassa fimleikafólki.

Fimleikasamband Íslands óskar þeim Thelmu, Lilju, þjálfurum og Gerplu innilega til hamingju með árangurinn um helgina.