Íslandsmótið í áhaldafimleikum nálgast óðfluga
Helgina eftir páska, dagana 26. – 27. apríl verður fimleikahús Ármanns miðpunktur fimleikahreyfingarinnar, þegar íslandsmótið í áhaldafimleikum fer þar fram. Keppnin hefst á 1. þrepi og unglingaflokki laugardagsmorgun og svo kl. 14:50 tekur fullorðinsflokkur við. Valgarð Reinhardsson og Thelma Aðalsteinsdóttir eru bæði skráð til keppni og freista þau því að endurtaka leikinn frá því í fyrra og sigra Íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut.
Sunnudaginn 27. apríl mætast svo þeir bestu af þeim bestu, en 5 efstu frá laugardeginum keppast um íslandsmeistaratitilinn á einstökum áhöldum. Selt er inn við hurð, takmarkað sætapláss svo við hvetjum fólk til þess að mæta tímanlega.
Við hvetjum allt fimleikaáhugafólk til að fjölmenna í Laugardalnum. Fyrir þá sem ekki komast, mun RÚV sýna beint frá keppni báða dagana kl. 15:00
👉 Skipulag keppninnar má finna hér.
📸 Myndir frá mótinu verða birtar hér.