Select Page

Besti árangur Íslands frá upphafi. Dagur sem fer í sögubækurnar og verður seint toppaður.

Thelma Aðalsteinsdóttir er fjórfaldur Norður-Evrópumeistari. Hún kláraði þennan ævintýralega dag með því að rústa gólfæfingum og vinna þar með öll gullin sem í boði eru í úrslitum á áhöldum. Þvílíkt og annað eins hefur ekki gerst í manna minnum og verður seint toppað. Gullkonan sem er búin að vinna verðlaun í öllum þeim keppnum sem hún hefur tekið þátt í á þessu móti. Silfur í fjölþraut og brons í liðakeppninni, þannig að hún fékk alla litina af verðlaunum sem eru í boði.

Thelma gat ekki klárað keppnistímabilið, á alþjóðlegum vettvangi, betur en hún gerði í dag. Þvílík íþróttakona!

Aðrir keppendur Íslands í úrslitum í dag voru þau Hildur Maja Guðmundsdóttir sem varð í 4. sæti á tvíslá, Jón Sigurður Gunnarsson varð fjórði á hringjum. Dagur Kári Ólafsson varð sjöundi á tvíslá og Ágúst Ingi áttundi. Ágúst Ingi lauk svo keppni Íslendinganna þegar hann varð 5. Í úrslitum á svifrá.

Þvílíkur dagur í sögu íslenskra fimleika. Til hamingju allir sem koma að fólkinu okkar, við erum svo stolt af ykkur öllum.

Úrslit kk: AC – Live rankings (acro-companion.com)

Úrslit kvk: AC – Live rankings (acro-companion.com)

Myndir munu koma inn hér: NEM í áhaldafimleikum – Fimleikasamband Íslands (smugmug.com)

Takk Agnes Suto fyrir allar myndirnar.

#ÁframÍsland

#FimleikarFyrirAlla