Select Page

Landsliðsfólkið, Hildur Maja Guðmundsdótir, Margrét Lea Kristinsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson eru mætt til Szombathely í Ungverjalandi að keppa á World Challenge Cup í áhaldafimleikum. Mótið er meðal annars liður í undirbúningi þeirra Margrétar Leu, Thelmu og Valgarðs fyrir Heimsmeistaramótið sem fer fram í Antwerpen í Þýskalandi 30. september – 8. október.

Keppendur tóku góða æfingu í gær og eru tilbúin í undankeppnina í dag, hér fyrir neðan má sjá hvenær okkar fólk keppir á íslenskum tíma. Þjálfarar í ferðinni eru þeir Ferenc Kovats og Ólafur Garðar Gunnarsson, dómarar eru Hlín Bjarnadóttir og Guðmundur Þór Brynjólfsson.

Valgarð

Bogahestur – kl.13:15

Gólf – kl.13:55

Stökk – kl.15:45

Tvíslá – kl.16:15

Svifrá – kl.17

Konur

Stökk – kl.13:25 – Hildur Maja og Thelma

Tvíslá – kl.16:20 – Margrét Lea og Thelma

Slá – kl.16:05 – Margrét Lea og Thelma

Gólf – kl.16:45 – Hildur Maja og Margrét Lea

Við ætlum að reyna að vera dugleg að sýna frá mótinu á samfélagsmiðlum sambandsins.

Fimleikasamband Íslands á facebook og Icelandic_gymnastics á Instagram, endilega fylgist með!

Áfram Ísland!