Fimleikasamband Íslands hefur endurnýjað samning sinn við þjálfarateymi í Hæfileikamótun stúlkna og drengja.
Þau Alek Ramezanpour, Ingibjörg Þóra Þórarinsdóttir og Sif Pálsdóttir munu því starfa áfram sem þjálfarar í Hæfileikamótun árið 2023.
Alek hefur einnig verið ráðin sem landsliðsjálfari drengja (youth) fyrir Norðurlandamót unglinga sem haldið verður í Helsinki, Finnlandi, dagana 19.-21. maí.
Þau hafa nú þegar tekið saman höndum og vinna að því að leggja lokahönd á verkefnið, í samstarfi við afreksstjóra, fyrir árið 2023.
Við bjóðum Alek, Ingibjörgu og Sif velkomin og hlökkum til að vinna með þeim áfram að uppbyggingu íslenskra fimleika með áherslu á samvinnu og liðsheild.