Þá hafa bæði landsliðin okkar lokið við podiumæfinguna sína. Podiumæfingin er fyrsta og eina skiptið sem að keppendur fá að prufa keppnisáhöldin í keppnisalnum. Íslensku landsliðin voru stórglæsileg á podiumæfingunum sínum.
Rétt í þessu var kvennalandsliðið að ljúka við sína podiumæfingu en geislaði af þeim glæsileikinn eins og alltaf. Nýttu þær tímann vel í að prufukeyra æfingarnar sínar á keppnisáhöldunum og nýta þær svo daginn á morgun í að fínpússa.
Karlalandsliðið áttu podiumæfingu í gær, þeir áttu mjög góðan dag og voru að fýla sig á áhöldunum. Dagurinn í dag var nýttur í endurheimt og hvíld, en fóru þeir á stutta æfingu í æfingasalnum í hádeginu. Það er styttist í að við fáum að sjá flotta karlalandsliðið okkar sýna sig á keppnisgólfinu, en keppa þeir á morgun. Keppni hefst klukkan 14:30 á íslenskum tíma og byrja þeir á tvíslá.
Beint streymi frá Qualifications
European Gymnastics munu streyma mótinu. Við hvetjum því alla heima til þess að fylgjast með glæsilegasta fimleikafólki landslins á Evrópumótinu í áhaldafimleikum.
ÁFRAM ÍSLAND!