Valgarð Reinhardsson úr Gerplu vann öruggan sigur á Íslandsmeistaramótinu í áhaldafimleikum í dag, titilinn er jafntframt sá sjöundi hjá Valgarði. Thelma Aðalsteinsdóttir átti titil að verja frá því í fyrra, Thelma kom sá og sigraði í fjölþraut kvenna í dag og hefur því landað titlinum tvö ár í röð.
Mótið var í umsjá Fimleikadeildar Fjölnis og var allt hið glæsilegasta, fjölþrautarkeppnin fór fram í dag og á morgun verður keppt til úrslita á einstökum áhöldum.
Baráttan í kvennaflokki var hörð en að lokum var það eins og fyrr segir Thelma sem bar sigur úr býtum, með 48.400 stig. Jafnar í öðru sæti voru þær Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk og Hildur Maja Guðmundsdóttir úr Gerplu með 47.550 stig.
Valgarð sigraði með 77.065 stig, Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu nældi sér í silfur með 74.565 stig. Rétt á eftir honum í þriðja sæti var það Atli Snær Valgeirsson úr Gerplu, með 74.231 stig.
Hér má sjá öll úrslit dagsins.
Íslandsmeistarar unglinga
Unglingafokkur karla
- 1. sæti – Lúkas Ari Ragnarsson, Björk – 68.299 stig
- 2. sæti – Stefán Máni Kárason, Björk – 64.065 stig
- 3. sæti – Ari Freyr Kristinssson, Björk – 62.164 stig
Unglingaflokkur kvenna
- 1. sæti – Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Gerplu – 47.950 stig
- 2. sæti – Kristjana Ósk Ólafsdóttir, Gerplu – 44.950 stig
- 3. sæti – Rakel Sara Pétursdóttir, Gerplu – 44.650 stig
Úrslit á einstökum áhöldum
Á morgun fara fram úrslit á einstökum áhöldum, þar sem fimm stigahæstu keppendur á hverju áhaldi berjast um Íslandsmeistaratitilinn á áhaldinu. Keppnin hefst kl. 15:20 og hvetjum við alla til að mæta í Egilshöll og sýna okkar fólki stuðning. Mótið er einnig sýnt í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsendingin kl. 16:00.
Fimleikasamband Íslands óskar keppendum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með daginn