Thelma Aðalalsteinsdóttir og Hildur Maja Guðmundsdóttir áttu glæsilega keppnisdag á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem uppskar þeim fjölþrautarsæti á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Liverpool í lok október. Sætin þeirra hafa verið staðfest af Alþjóða fimleikasambandinu (FIG).
Breyting hefur orðið á því frá seinustu árum hvernig þátttökuréttur er unninn á Heimsmeistaramót í áhaldafimleikum. Í ár er litið til Evrópumóts þar sem aðeins 13 efstu liðin frá liðakeppninni vinna sér inn þátttökurétt á HM. Aðeins 24 fjölþrautakeppendur, af þessum liðum undanskildum vinna sér inn þátttökurétt á mótið.
Thelma endaði í 42. sæti í fjölþrautarkeppninni í dag með 47,432 stig og var áttundi fjölþrautarkeppandinn til þess að vinna sér sæti á HM! Hildur Maja endaði með 44.398 stig og varð því 23. fjölþrautarkeppandinn til þess að vinna sér inn sæti.
Fimleiksamband Íslands óskar þeim Thelmu og Hildi Maju, þjálfurum þeirra og Gerplu innilega til hamingju með frábæran árangur og góðsgengis í undirbúningnum.