Kvennalandslið Íslands í áhaldafimleikum hefur nú lokið podium æfingu á Evrópumótinu í Munich í Þýskalandi. Á podium æfingu fá keppendur að gera allar sína æfingar í keppnishöllinni, þar sem keyrslan er alveg eins og á mótinu sjálfu. Á morgun, miðvikudag mun svo Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir landsliðsstúlka keyra sína podium æfingu.
Mótið í ár er fjölgreina mót og keppt verður um Evrópumeistraratitla í níu íþróttagreinum. Fyrir 50 árum fóru fram sumarólympíuleikar á þessu sama svæði og er því miklu tjaldað til og þykir umgjörð mótsins hin glæsilegasta. Áhaldafimleikamótið fer fram í Olympiahalle líkt og fyrir 50 árum síðan, en höllin er skemmtilega upp sett og mikil spenna í hópnum að fá að stíga á svið á fimmtudaginn í liðakeppni og fjölþrautarúrslitum.
Á föstudaginn keppir Ragnheiður Jenný í einstaklingskeppni í unglingaflokki.
Samfélagsmiðlar og myndir
Hér má sjá myndir frá podium æfingunni.
Við hvetjum ykkur til að fylgjast með Fimleikasambandinu á Facebook og Instagram, þar sem sýnt er frá íslensku keppendunum í Instagram Story og Facebook Story.
Einnig mælum við með að fylgjast með myllumerkinu #munich2022.
RÚV útsending
Við minnum á RÚV útsendingarnar og vekjum athygli á því að íslenska kvennaliðið keppir í Sub 3 á fimmtudaginn og verður sá hluti mótsins sýndur í beinni á RÚV.
Við óskum keppendum góðs gengis á þessu skemmtilega móti!
Minnum á fleiri myndir á myndasíðunni.