Select Page

Yfirþjálfarar landsliða og landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið landslið fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2022.

 Evrópumótið fer fram dagana 14. – 17. september 2022 í Lúxemborg. Miða inn á mótið er hægt að kaupa hjá Fimleikasambandinu, fyrir nánari upplýsingar sendið póst á edda.dogg@fimleikasamband.is

Ísland sendir á mótið tvö lið í fullorðinsflokki, kvennalið og karlalið. Í unglingaflokki verða send þrjú lið, stúlknalið, drengjalið og blandað lið unglinga. Hóparnir eru búnir að æfa saman síðan í júní og er spennan orðin mikil fyrir komandi móti.

Æfingamót fyrir landsliðin verður haldið 27.ágúst í Stjörnunni við opið hús, og hvetjum við alla til að mæta og sýna landsliðsfólkinu okkar stuðning og hvetja þau áfram í þeirra loka undirbúningi fyrir Evrópumótið. Nánari tímasetning kemur síðar.


Hóparnir eru

Landsliðsþjálfarar liðana eru:

Yfirþjálfarar verkefnisins eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir.

Kvennalið

  • Ásta Þyrí Emilsdóttir – Gólfæfingar
  • Tanja Leifsdóttir – Gólfæfingar
  • Daði Snær Pálsson – Dýna og trampólín
  • Þorgeir Ívarsson – Dýna og trampólín

Karlalið

  • Erla Rut Mathiesen – Gólfæfingar
  • Mikkel Schertz – Dýna og trampólín
  • Tomas Bekkavik – Dýna og trampólín

Stúlknalið

  • Björk Guðmundsdóttir – Gólfæfingar
  • Magnús Óli Sigurðsson – Dýna og trampólín
  • Þórdís Þöll Þráinsdóttir – Dýna og trampólín

Drengjalið

  • Yrsa Ívarsdóttir – Gólfæfingar
  • Aníta Þorgerður Tryggvadóttir – Dýna og trampólín
  • Alexander Sigurðsson – Dýna og trampólín

Blandað lið unglinga

  • Michal Říšský – Gólfæfingar
  • Eysteinn Máni Oddsson – Dýna og trampólín
  • Una Brá Jónsdóttir – Dýna og trampólín

Við óskum iðkendum og félögum innilega til hamingju og þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna.  

Áfram Ísland!
#fyririsland
#islenskirfimleikar
#fimleikarfyriralla