Einn dagur er nú til stefnu og landslið Íslands hafa æft saman alla vikuna í Gerplu, þar sem mótið fer fram.
Íslensku landsliðin byrjuðu daginn á morgunæfingu þar sem lokahönd var lögð á æfingarnar og það má segja að íslensku keppendurnir séu tilbúnir í slaginn. Eftir æfinguna funduðu landsliðin saman með þjálfurum sínum yfir hádegisverði.
Dagurinn í dag hefur verið viðburðaríkur í Gerplu en í þessum töluðu orðum eru æfingum Norðurlandanna að ljúka. Það er ljóst að á morgun verður boðið upp á glæsilega fimleika frá fremsta fimleikafólki Norðurlandanna. Keppni hefst klukkan 09:30 með keppni unglinga.
Allar helstu upplýsingar um mótið má finna hér.
Við hvetjum alla til þess að mæta blámerkt í salinn á morgun og hvetja Ísland áfram!