EM í áhaldafimleikum fer fram 11.-21. ágúst í Munich, Þýskalandi.
Mótið í ár er fjölíþróttamót og keppt verður um Evrópumeistraratitla í níu íþróttagreinum. Þær eru: Frjálsar íþróttir, kanósprettur, áhaldafimleikar, klifur, hjólreiðar, strandblak, borðtennis, þríþraut og róður. Evrópumótið í ár verður því stærsta íþróttahátíð haldin í Þýskalandi síðan sumarólympíuleikarnir fóru fram í landinu árið 1972. Keppni í áhaldafimleikum mun fara fram í Olympiahallen, myndband af höllinni má finna neðst í frétt ásamt kynningarmyndbandi mótsins. Okkar fremsta fimleikafólk stefnir á þátttöku á mótinu.
Heimasíða mótsins inniheldur mikið af gagnlegum upplýsingum, þar má til dæmis finna dagsetningar, tímasetningar, upplýsingar um skemmtanahald og fleira.
Miðasala er hafin.
Tilvalið tækifæri til þess að sjá flottasta fimleikafólk Evrópu keppa!