Select Page

Fréttir

Skrifstofa FSÍ lokuð um jólin

Skrifstofa FSÍ lokuð um jólin

Skrifstofa FSÍ verður lokuð dagana 23. des - 4. janúar, vegna jólaleyfis starfsmanna. Fimleikasamband Íslands óskar þér og þínum...

Félagaskipti vorönn 2026

Félagaskipti vorönn 2026

Dagana 1. - 22. janúar verður opið fyrir félagaskipti. Reglur um félagaskipti má finna undir reglugerðir. Reglurnar taka til...

Tilkynna ofbeldi
Tilkynna ofbeldi
Tilkynna ofbeldi
Tilkynna ofbeldi
Tilkynna ofbeldi

Iðkendur

Þjálfarar með FSÍ leyfi

Fimleikafélög

Fimleikagreinar

Icelandair logo
craft_logo

Fimleikafólk ársins 2025

Hildur Maja Guðmundsdóttir

Fimleikakona ársins

Hildur Maja Guðmundsdóttir er ein fremsta fimleikakona landsins og þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún verið lykilkona í A landsliði Íslands síðastliðin ár. Hildur Maja náði bestum fjölþrautarárangri íslenskra kvenna á Evrópumótinu í Leipzig, sem og Heimsmeistaramótinu í Jakarta.

Toppaði hún sig svo á árinu þegar að hún varð fyrst Íslendinga til þess að vinna til verðlauna á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum, þegar hún hafnaði í 2. sæti á gólfi í Tashkent, Uzbekistan. Að auki keppti hún til úrslita á tvíslá og hafnaði í 8. sæti.

Hildur Maja varð Bikarmeistari með félagsliði sínu, Gerplu á árinu og varð hún í 2. sæti á slá á Íslandsmótinu.

Fimleikasamband Íslands óskar Hildi Maju Guðmundsdóttur innilega til hamingju með titilinn Fimleikakona ársins 2025.

Dagur Kári Ólafsson

Fimleikakarl ársins

Dagur Kári Ólafsson er ungur og metnaðarfullur landsliðsmaður í áhaldafimleikum sem hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem einn fremsti fimleikamaður Íslands. Í ár náði Dagur Kári þeim sögulega árangri í Jakarta, Indónesíu þegar að hann varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til þess að keppa í fjölþrautarúrslitum á Heimsmeistaramóti – og braut þar með blað í íslenskri fimleikasögu.

Dagur Kári var lykilmaður í landsliði Íslands á árinu, þar má helst til telja Heimsbikarmót í Króatíu og Frakklandi, Evrópumót í Þýskalandi og Heimsmeistaramót í Jakarta, Indónesíu. Dagur Kári varð Bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu, sem og Íslandsmeistari á bogahesti og hafnaði hann í þriðja sæti í fjölþraut.

Fimleikasamband Íslands óskar Degi Kára Ólafssyni innilega til hamingju með titilinn Fimleikakarl ársins 2025.

Kvennalið Stjörnunnar

Lið ársins – Kvennalið Stjörnunnar

Kvennalið Stjörnunnar átti einstakt ár og skilaði frábærum árangri. Liðið sigraði bæði bikar- og Íslandsmót með glæsibrag og sýndi samheldni, aga og óbilandi baráttu.  

Á Norðurlandamótinu bætti liðið svo við glæsilegan árangur og hafnaði í öðru sæti. Þar skein styrkur liðsins á gólfi, 
en liðið vann gólfæfingarnar og var stigahæst allra liða á mótinu á því áhaldi.  

Fimleikasamband Íslands kvennaliði Stjörnunnar innilega til hamingju með titilinn Lið ársins 2025.