Select Page

Í dag fór fram fyrri dagur undanúrslita á heimsmeistaramóti í áhaldafimleikum karla, þeir Ágúst Ingi Davíðsson, Dagur Kári Ólafsson og Valgarð Reinhardsson mættu vel stemmdir til keppni. Þegar þessi frétt er skrifuð þá eru sex hlutar af átta búnir og sem stendur er Dagur Kári í 17. sætinu í fjölþrautarkeppninni. Strákarnir eru spenntir og sitja við kvöldmatarborðið að telja saman líkurnar á því að Dagur Kári verði fyrsti Íslendingurinn til þess að komast í fjölþrautarúrslit á heimsmeistaramóti, en 24 efstu keppa til úrslita.

Dagur Kári endaði með 75.365 stig, og sem fyrr segir, situr hann í 17. sætinu eftir fimm keppnishluta. Ágúst Ingi sem var að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti átti fínann dag, hann framkvæmdi stórglæsilega hringjaseríu sem skilaði honum 12.433 stigum. Okkar reynslumesti maður, Valgarð, byrjaði fyrstu tvö áhöldin með falli í afstökki en endaði daginn með glæsibrag.

Frábær keppnisdagur að baki, virkilega stoltur að vera partur af þessu svakalega teymi og vinna síðustu ára byrjuð að skila sér og við erum bara rétt að byrja“. – Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari karla.

Fimleikasamband Íslands óskar keppendum, þálfurum og félaginu þeirra Gerplu innilega til hamingju með frábæran árangur. Fylgist endilega með á samfélagsmiðlum Fimleikasambands Íslands á morgun þegar að seinustu tveir hlutarnir fara fram. ÁFRAM ÍSLAND!

Beint streymi – Eurovision Sport

Hér er linkur á beint streymi hjá Eurovision Sport!

Heimasíða mótsins.

Hér birtast myndir frá mótinu.

Hér er hægt að fylgjast með úrslitum.