Það eru aðeins 17 dagar í Norðulandamót í hópfimleikum sem haldið verður hátíðlega í Laugardalshöll 11. nóvember. Þar mætast sterkustu lið Norðurlandanna og keppast þau um eftirsóknaverða titilinn Norðurlandameistari. Fylgist með!
Íslands sendir þrjú lið til keppni, lið Gerplu í kvennaflokki, lið Stjörnunnar einnig í kvennaflokki og lið Stjörnunnar í karlaflokki. Undirbúningur íslensku liðanna hefur gengið vonum framar og bíðum við spennt eftir því að sjá liðin mæta á stóra sviðið, 11. nóvember.
Nú fer hver að verða síðastur að næla sér í miða
Miðasala er hafin og það má segja að nú fari hver að verða síðastur að næla sér í miða fyrir mótið þar sem minna en þriðjungur af miðum í sölu er eftir. Hér er hægt að kaupa miða.
Vilt þú vera sjálfboðaliði á NM?
Okkur vantar sjálfboðaliða í ýmis störf, við getum þetta ekki án ykkar. Hægt er að sýna áhuga á því að vera sjálfboðaliði með því að fylla út þetta form.
NM varningur
Á næstu dögum munum við setja af stað sölu NM varnings á heimasíðunni okkar. Fylgist með!
Síða mótsins
Hér má nálgast allar upplýsingar um mótið.