Select Page

17/04/2023

11 Evrópumót í reynslubankann

Þau Hlín Bjarnadóttir, Hróbjartur Pálmar Hilmarsson, Sigurður Hrafn Pétursson og Sæunn Viggósdóttir stóðu vaktina í dómarasætunum fyrir Íslandshönd á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem lauk í gær.

Íslensku dómararnir dæmdu í öllum hlutum mótsins, undankeppni og úrslitum. Samkvæmt Hlín Bjarnadóttur þá voru dómararnir ánægðir með mótið í heild sinni og ferðast þau heim í dag, reynslunni ríkari.

Hlín var reynslubolti ferðarinnar en dæmdi hún sitt ellefta Evrópumót, Sigurður og Sæunn dæmdu sitt þriðja og var Evrópumótið frumraun Hróbjarts sem dómari á stórmóti. Fimleikasambandið þakkar þeim fyrir vel unnin störf á Evrópumótinu í Tyrklandi.

Úrslit mótsins má finna hér.

Myndir frá Evrópumótinu.

Fimleikasamband Íslands þakkar öllum sem komu að Evrópumótinu fyrir þeirra framlag í þágu íslenskra fimleika.

Áfram Ísland!

Fleiri fréttir

Landslið – EYOF

Landslið – EYOF

Landsliðsþjálfararnir Róbert Kristmannsson og Þorgeir Ívarsson hafa valið sex einstaklinga til þátttöku í landsliði Íslands fyrir EYOF (European...

Ársþing FSÍ 2023

Ársþing FSÍ 2023

Fimleikaþing sambandsins fór fram á Reykjum í Hrútarfirði, laugardaginn 22. maí. Hefðbundin fundarstörf fóru fram og var það Valdimar Leó...