Select Page

Fréttir

Uppskeruhátíð 2024

Uppskeruhátíð 2024

Uppskeruhátíð Fimleikasambandsins fór fram 27. nóvember þar sem árangri ársins 2024 var fagnað. Landsliðsfólk, þjálfarar og...

Tilkynna ofbeldi
Tilkynna ofbeldi
Tilkynna ofbeldi
Tilkynna ofbeldi
Tilkynna ofbeldi

Iðkendur

Þjálfarar með FSÍ leyfi

Fimleikafélög

Fimleikagreinar

Icelandair logo
craft_logo
GK_logo

Fimleikafólk ársins 2024

Valgarð Reinhardsson

Fimleikakarl ársins

Fimleikakarl ársins 2024 er Valgarð Reinhardsson. Valgarð er okkar fremsti fjölþrautarkeppandi í áhaldafimleikum, hann er nú áttfaldur Íslandsmeistari auk þess að vera margfaldur bikarmeistari með félagsliði sínu Gerplu.  

Valgarð var lykilmaður í landsliði Íslands á árinu á þeim mótum sem hann keppti. Þar má hels til telja Evrópumót, Norðurlandamót og heimsbikarmót í Cottbus og Cairo. Á Evrópumóti tryggði karlaliðið sér 19.sæti sem er besti árangur sem er besti árangur sem karlalið íslands hefur náð. Á Norðurlandamóti varð einnig tímamótaárangur þegar karlaliðið varð í 3.sæti ásamt því að Valgarð tryggði sér norðulandameistaratitil á gólfi.   

Fimleikasamband Íslands óskar Valgarði Reinhardssyni innilega til hamingju með titilinn Fimleikakarl ársins 2024. 

Thelma Aðalsteinsdóttir

Fimleikakona ársins

Fimleikakona ársins 2024 er Thelma Aðalsteinsdóttir. Árangur Thelmu á árinu hefur verið stórglæsilegur þar sem hæst ber að nefna Norður Evrópumóts titla á öllum áhöldum auk þess sem Thelma varð í 2.sæti í fjölþraut og kvennaliðið í 3.sæti í liðakeppninni. Thelma er Íslandsmeitari í fjölþraut og á stökki, slá og gólfi, auk þess að vera bikarmeistari með félagsliði sínu, Gerplu. 

Thelma var fastakona í landsliði Íslands á árinu. Með liðinu varð hún Norðurlandameistari ásamt því að sigra í gólfæfingum. Á Evrópumótinu framkvæmdi Thelma nýja æfingu á tvíslánni sem er komin í dómarabókina og nefnd Aðalsteinsdóttir eftir henni. Thelma keppti einni á tveimur heimsbikarmótum þar sem hún komst í úrslit á slá, gólfi og stökki. 

Fimleikasamband Íslands óskar Thelmu Aðalsteinsdóttur innilega til hamingju með tilinn Fimleikakona ársins 2024.    

Kvennalandsliðið í hópfimleikum

Lið ársins – Kvennalandslið í hópfimleikum á Evrópumóti

Lið ársins 2024 er kvennalandslið Íslands í hópfimleikum sem gerðu sér lítið fyrir og urðu Evrópumeistarar í 4 sinn. Stelpurnar unnu bæði dýnu og gólfæfingar sem tryggði þeim sigurinn.    

Liðið var blanda af reynslumiklum fimleikakonum og ungum og upprennandi stúlkum sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. Mikil samheldni var í liðinu og var það áberandi hversu þéttur og hvetjandi hópurinn var. 

Fimleikasamband Íslands óskar kvennalandsliðinu til hamingju með titilinn Lið ársins 2024