Select Page

Yfirlit leyfa

Yfirlitsmynd leyfa

Yfirlit leyfa

Þar sem kerfið verður innleitt í skrefum munu verðskrá og kröfur verða endurskoðaðar frá ári til árs.

Til þess að fylgja keppendum á FSÍ mót þurfa þjálfarar að vera með viðeigandi leyfi samkvæmt töflu hér að ofan og skráðir í Þjónustugátt á tiltekið mót. Þeir þjálfarar sem eru með Bronsleyfi hafa leyfi til þess að mæta á mót sem aðstoðarþjálfarar aðalþjálfara.

Þjálfaraleyfi
  • Gull: Fyrir þá þjálfara sem eru búnir með námskeiðið Þjálfari 4 (A og B) eða sambærileg réttindi, metin af sambandinu. Gullleyfishafar hafa réttindi til að fylgja Meistaraflokki, 1. flokki/þrepi og keppendum í frjálsum æfingum á FSÍ mót. 2.
  • Silfur: Fyrir þá þjálfara sem eru búnir með námskeiðið Þjálfari 3 (A og B) eða sambærileg réttindi, metin af sambandinu. Silfurleyfishafar hafa réttindi til að fylgja 3. flokki/þrepi og 2. flokki/2. þrepi á FSÍ mót. 3. Silfur B: Fyrir þá þjálfara sem eru búnir með námskeiðið Þjálfari 2 (A og B) eða sambærileg réttindi, metin af sambandinu. Silfurleyfishafar B hafa réttindi til að fylgja 5. flokki/þrepi og 4. flokki/þrepi á FSÍ mót. 4.
  • Brons: Fyrir þá þjálfara sem eru búnir með námskeiðið Þjálfari 1 (A og B) eða sambærileg réttindi, metin af sambandinu. Bronsleyfishafar hafa réttindi til þess að þjálfa iðkendur 9 ára og eldri en hafa ekki réttindi til þess að fylgja keppendum á FSÍ mót nema sem aðstoðarþjálfarar. 5.
  • Kopar: Fyrir þá þjálfara sem eru búnir með námskeiðið Þjálfari 1 (A og B)eða sambærileg réttindi, metin af sambandinu. Koparleyfishafar hafa réttindi til þess að þjálfa iðkendur 8 ára og yngri en hafa ekki réttindi til þess að fylgja keppendum á FSÍ mót nema sem aðstoðarþjálfarar
Iðkendaleyfi
  • Kopar: Fyrir þá iðkendur sem eru átta ára og yngri og taka þátt í verkefnum Fimleikum fyrir alla. Kopar leyfið skiptist í þrennt:
    • Kopar 4-: Fyrir iðkendur yngri en 4 ára.
    • Kopar 5-8 ára: Fyrir iðkendur 5-8 ára.
    • Kopar 7 vikur: Iðkendur sem stunda námskeið hjá aðildarfélagi sem stendur í 7 vikur eða lengur.
  • Brons: Fyrir þá iðkendur sem eru níu ára og eldri og taka þátt í verkefnum tengdum Fimleikum fyrir alla
  • Silfur: Fyrir þá iðkendur sem keppa í 2. – 5. þrepi íslenska fimleikastigans í áhaldafimleikum, þá sem keppa í 2. – 5. flokki í hópfimleikum og þá sem keppa í stökkfimi. Leyfið veitir réttindi til keppni á FSÍ mótum.
  • Gull: Fyrir þá iðkendur sem keppa í frjálsum æfingum og 1. þrepi í áhaldafimleikum og þá sem keppa með meistara– eða 1. flokki í hópfimleikum. Leyfið veitir réttindi til keppni á FSÍ mótum og þátttöku í úrvals– og landsliðsverkefnum.