Select Page

Karlalandslið Íslands er mætt til Osijek, Króatíu eftir langt ferðalag. Landsliðið skipa þeir; Arnþór Daði Jónasson, Ágúst Ingi Davíðsson, Dagur Kári Ólafsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson. Með þeim í fylgdarliði eru þau Helga Svana Ólafsdóttir, Róbert Kristmannsson, þjálfari og Davíð Ingason, dómari.

Podiumæfingar hefjast í dag, klukkan 12:45 á íslenskum tíma. Keppni hefst svo á fimmtudag 8. júní.

Fimmtudagurinn, 8.júní – undankeppni

  • Gólf, bogahestur og tvíslá – 13:00

Föstudagurinn, 9 . júní – undankeppni

  • Stökk, hringir og svifrá – 13:00

Laugardagurinn, 10. júní – úrslit

  • Gólf – 13:10
  • Bogahestur – 14:26
  • Tvíslá – 15:51

Sunnudagurinn, 11. júní – úrslit

  • Stökk – 13:00
  • Svifrá – 14:23
  • Hringir – 15:46

Við ætlum að reyna að vera dugleg að sýna frá mótinu á samfélagsmiðlum sambandsins.

Fimleikasamband Íslands á facebook og Icelandic_gymnastics á Instagram, endilega fylgist með!

Áfram Ísland!