Select Page

Karlalandslið Íslands hefur lokið keppni á Norður Evrópumótinu í Finnlandi.

Eftir frábæran árangur gærdagsins þar sem landsliðið hafnaði í þriðja sæti í liðakeppni var komið að úrslitum á einstökum áhöldum í dag. Valgarð Reinhardsson náði þeim frábæra árangri að lenda í öðru sæti bæði á stökki og svifrá.

Dagur Kári Ólafsson keppti á bogahesti, Martin Bjarni Guðmundsson á svifrá og Jónas Ingi Þórisson á gólfi og tvíslá. Martin og Dagur voru óheppnir í dag þar sem þeir voru báðir með fall í sínum æfingum en kláruðu allt annað mjög vel. Jónasi gekk mjög vel á báðum áhöldum en smávægileg mistök á gólfinu kostuðu hann þriðja sætið.

Fimleikasamband Íslands óskar strákunum til hamingju með frábæran árangur um helgina!

Úrslit mótsins.

Myndir frá mótinu.