Select Page

Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum fer fram dagana 18. – 24. október næstkomandi í Kitakyushu, Japan. Undirbúningur hjá okkar landsliðsfólki hefur verið í fullum gangi og hafa farið fram tvö úrtökumót hjá körlunum og eitt kvennamegin.

Þeir karlar sem hafa tekið þátt í úrtökumótunum eru:

 • Arnþór Daði Jónasson
 • Atli Snær Valgeirsson
 • Dagur Kári Ólafsson
 • Jón Sigurður Gunnarsson
 • Jónas Ingi Þórisson
 • Martin Bjarni Guðmundsson
 • Valgarð Reinhardsson
 • Valdimar Matthíasson

Þær konur sem hafa tekið þátt eru:

 • Embla Guðmundsdóttir
 • Guðrún Edda Min Harðardóttir
 • Hildur Maja Guðmundsdóttir
 • Margrét Lea Kristinsdóttir
 • Nanna Guðmundsdóttir

Í dag 17. september fer fram úrtökumót þrjú hjá körlunum og þann 19. september fer fram seinna úrtökumót kvenna, í framhaldi verður valið landsliðsfólk sem mun keppa fyrir Íslandshönd í Japan.

Myndir af úrtökumótunum má skoða hér.