Select Page

12/05/2022

Úrtökuæfingum fyrir EM í hópfimleikum lokið

Úrtökuæfingum fyrir landsliðshópa í fullorðins og unglingaflokki fyrir Evrópumót í hópfimleikum er lokið. Evrópumótið fram fer í Lúxemborg 14.-17. september.

Mikið gleðiefni var að sjá hversu margir unglingar voru skráðir á æfinguna en alls voru það 110 einstaklingar. Í fullorðinsflokki voru 58 einstaklingar skráðir á æfinguna.

Mikil spenna er framundan, en Ísland mun senda fimm lið til keppni; kvennalið, karlalið, stúlknalið, drengjalið og blandað lið unglinga.

Liðin verða tilkynnt á heimasíðu sambandsins þann 16.maí á milli kl 15:00 og 16:00.

Við þökkum öllum iðkendum fyrir komuna, framtíðin er björt.

Áfram Ísland!

Fleiri fréttir

Félagaskipti haustið 2022

Félagaskipti haustið 2022

Frestur til að sækja um félagaskipti rann út 15. september síðastliðinn. 30 keppendur frá 9 félögum sóttu um félagaskipti og fengu félagskipti sín...

Stúlknalið tók bronsið!

Stúlknalið tók bronsið!

Unglingalandslið Íslands stóðu sig með glæsibrag í úrslitunum á EM í hópfimleikum í dag. Stúlknalandslið gerði sér lítið fyrir og enduðu í 3. sæti!...