Select Page

Uppskeruhátíð Fimleikasambandsins fór fram 21. desember þar sem árangri ársins 2023 var fagnað. Landsliðsfólk, þjálfarar og aðrir fimleikaunnendur áttu saman góða kvöldstund. Fimleikafólk ársins var heiðrað, nýr heiðursfélagi bættist í hópinn auk annarra verðlauna eins og sjá má hér að neðan.

Kristján Erlendsson er heiðursfélagi Fimleikasambandsins 2023. Kristján var formaður sambandsins 2006-2010, á þeim tíma lagði hann grunninn að framtíðarsýn sambandsins sem byggt er á enn í dag. Kristján er alltaf boðin og búin að aðstoða við viðburði á vegum FSÍ og hefur farið fyrir heilbrigðisteymum á Evrópumóti 2014 og Norðurlandamóti 2023. Fimleiksambandið kann að meta alla þá vinnu sem Kristján hefur innt af hendi fyrir fimleika á Íslandi.

Silfurmerki ÍSÍ – Guðmundur Þór Brynjólfsson

Lið ársins – Kvennalandsliðið í áhaldafimleikum á NEM

Afrek ársins – Fimleikaárið hennar Agnesar Suto
Þjálfari ársins – Daði Snær Pálsson

Starfsmerki

Fjölmiðlaverðlaun – RÚV

Fimleikasambandið þakkar öllum sem komu fyrir skemmtilega uppskeruhátíð og óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju.

Hér má sjá fleiri myndir.