Áhaldafimleikar kvenna
Kynning
Stökk
Fimleikakonan fer með báðar hendur í hestinn og gerir í 1-2 heljarstökk með eða án snúninga af hestinum. Í úrslitakeppni á stökki verður fimleikakonan að framkvæma tvö ólík stökk, þau þurfa að vera úr sitthvorum stökkflokknum með mismunandi afsvif til að teljast ólík. Í fjölþraut er fyrra stökkið talið til stiga, en meðaltal beggja stökka er notað í úrslitum.


Tvíslá
Æfingarnar eru gerðar á tveimur rám sem eru í mismunandi hæð frá gólfi. Krafa er um að fimleikakonan framkvæmi æfingar á báðum ránum, flugæfingu frá efri rá niður á neðri rá, flugæfingu á sömu rá, æfingu án flugs á ránni með 360° snúningi og æfingar með ólíku gripi handa á rá.
Jafnvægisslá
Fimleikakonan hefur 90 sek. til að framkvæma æfingu á áhaldinu sem er einungis 10 sm breitt 5 m á lengd og 1,25 sm á hæð. Krafa er um að framkvæmdar séu tvær mismunandi dansæfingar þar sem önnur æfingin er í splitt eða spígat stöðu og tvær samtengdar fimleikaæfingar þar sem amk. önnur er heljarstökk. Framkvæma þarf fimleikaæfingu bæði fram á við/hliðar og afturá bak. Einnig þarf að framkvæma heilan snúning á öðrum fæti.


Gólf
Æfingar eru framkvæmdar við tónlist og eru allt að 90 sek. að lengd. Fimleikakonan þarf að sýna danshreyfingar og listfengi í sínum æfingum. Gerðar eru kröfur um tvöfalt heljarstökk, heila skrúfu í stökkseríu, heljarstökk aftur á bak og heljarstökk áfram/hliðar. Einnig er gerð krafa um að tengja tvær dansæfingar saman, þar sem önnur æfingin er í splitt eða spígat stöðu.