Þrepum náð
Tækninefndir í áhaldafimleikum karla og kvenna gefa út nýjan fimleikastiga á fjögurra ára fresti. Samhliða því eru gefin út þau stig sem þarf til að útskrifast úr þrepi.
Áhaldafimleikar kvenna
1.þrep = 50 stig
2.þrep = 52 stig
3.þrep = 54 stig
4.þrep = 56 stig
5.þrep = 56 stig
Íslandsmót í þrepum, 3. og 2. þrep KVK: Allir þeir sem ná þrepinu sínu fá þátttökurétt á Íslandsmóti í þrepum. Hafi keppandi í 1. þrepi keppt í fjölþraut á Haust-, Þrepa- eða Bikarmóti þá fær sá keppandi þátttökurétt á Íslandsmóti í þrepum.
Áhaldafimleikar karla
1.þrep = viðurkennt við 18 ára aldur eða þegar viðkomandi hefur keppni eftir almennum reglum FIG.
2.þrep = 75 stig
3.þrep = 75 stig
4.þrep = 75 stig
5.þrep = 75 stig
Íslandsmót í þrepum, 3. þrep KK: Að lágmarki 10 hæstu keppendur í fjölþraut á Haust-, Þrepa- eða Bikarmóti komast inn á Íslandsmót í 3. þrepi. Hafi keppandi í 2. eða 1.þrepi keppt í fjölþraut á Haust-, Þrepa- eða Bikarmóti þá fær sá keppandi þátttökurétt á Íslandsmóti í þrepum. Allir þeir sem ná þrepinu sínu fá þátttökurétt á Íslandsmóti.