Þjálfaranámskeið
Þjálfaranámskeið FSÍ eru hluti af þjálfaramenntun ÍSÍ. Þjálfaramenntunin skiptist í tvo hluta þar sem að almennur hluti námskeiða er kenndur á vegum ÍSÍ og sérgreinahluti er kenndur innan sérsambandanna. Innan íþróttahreyfingarinnar hefur verið unnið eftir þessu fyrirkomulagi frá 1999.
Námskeið fyrir stjórnendur leikskólahópa
Á þessu námskeiði er fjallað um hreyfiþroska og samskipti við börn á aldrinum 2-5 ára. Farið er í hugmyndir að upphitun og áhaldahringjum og uppbyggingu tímans. Einnig er búist við að þjálfarar taki virkan þátt á námskeiðinu í umræðum og séu tilbúnir að deila reynslu sinni.
Aldurstakmark: 18 ára
Undanfari: Engin undanfari
Verð: 11.000kr.
Námskeið fyrir aðstoðarleiðbeinendur leikskólahópa
Á námskeiðinu er farið yfir hlutverk aðstoðarleiðbeinenda og til hvers er ætlast af þeim í tímanum. Fjallað er um samskipti við börn á aldrinum 2-5 ára auk þess sem farið er í móttökur á grunnæfingum.
Aldurstakmark: 14 ára
Undanfari: Engin undanfari
Verð: 9.000kr.
Þjálfari 1A
7 klukkustundir
Námskeiðið er ætlað þeim þjálfurum sem eru að stíga sín fyrstu skerf í þjálfun undir handleiðslu reyndari þjálfara. Námskeiðinu er skipt í fyrirlestra og verklega tíma. Fyrirlestrarnir eru í kennsluforritinu Canvas, ætlast er til að þjálfarar hlusti á alla fyrirlestra námskeiðsins áður en mætt er í verklega tíma.
Fyrirlestrar, 2 klst: Hlutverk aðstoðarþjálfarans, Samskipti við börn, Fimleikagreinar, Fræðslukerfi FSÍ, Öryggisþættir í fimleikasal.
Verklegir þættir, 5 klst: Grunnstöður, Grunnæfingar á gólfi 1, Grunnæfingar á slá 1, Upphitun og leikir grunnhópa, Stórt trampólín 1.
Aldurstakmark: Miðast við nemendur í 10. bekk grunnskóla
Undanfari: Enginn undanfari
Réttindi: Aðstoðarþjálfari grunnhópa
Verð: 17.000kr.
Þjálfari 1B
8 klukkustundir
Námskeiðið er ætlað þeim þjálfurum sem eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun undir handleiðslu reyndari þjálfara. Námskeiðinu er skipt í fyrirlestra og verklega tíma. Fyrirlestrarnir eru í kennsluforritinu Canvas, ætlast er til að þjálfarar hlusti á alla fyrirlestra námskeiðsins áður en mætt er í verklega tíma.
Fyrirlestrar, 2 klst: Skipulag þjálfunar, Siðfræði og samskipti, Líkamsbeiting og móttaka.
Verklegir þættir, 6 klst: Rá og rimlar, Stökk á bretti, Grunnur í dansi 1, Líkamsbeiting og móttaka.
Aldurstakmark: Miðast við nemendur í 10. bekk grunnskóla
Undanfari: Enginn undanfari
Réttindi: Aðstoðarþjálfari grunnhópa
Verð: 17.000kr.
Leyfi: Koparleyfi – þjálfun iðkenda 8 ára og yngri (engin mót)
Bronsleyfi – þjálfun iðkenda 9 ára og eldri. Þjálfari má vera aðstoðarþjálfari á mótum á vegum Fimleikasambandsins.
Þjálfari 2A
10 klukkustundir
Námskeiðið er framhald af 1A og 1B, það þarf að ljúka báðum námskeiðum til að taka 2A. Námskeiðinu er skipt í fyrirlestra og verklega tíma. Fyrirlestrarnir eru í kennsluforritinu Canvas, ætlast er til að þjálfarar hlusti á alla fyrirlestra námskeiðsins áður en mætt er í verklega tíma.
Fyrirlestrar, 3 klst: Þjálffræði – kennslufræði, Lítið trampólín 1, Fimleikasýningar, Félagsþroski.
Verklegir þættir, 8 klst:
Allar greinar saman: Grunnæfingar á gólfi 2, Stórt trampólín 2, Upphitun, þrek og teygjur framhaldshópa.
- Hópfimleikar: Grunnur í dansi 2, Lítið trampólín.
- Áhaldafimleikar kvenna: Grunnur í dansi 2, Grunnæfingar á slá 2.
- Áhaldafimleikar karla: Grunnæfingar á KK áhöldum.
Aldurstakmark: Miðast við 17 ára á árinu
Undanfari: Þjálfari 1A og 1B
Réttindi: Aðstoðarþjálfari framhaldshópa
Verð: 22.000kr.
Þjálfari 2B
12 klukkustundir
Námskeiðið er framhald af Þjálfara 2A. Námskeiðinu er skipt í fyrirlestra og verklega tíma. Fyrirlestrarnir eru í kennsluforritinu Canvas, ætlast er til að þjálfarar hlusti á alla fyrirlestra námskeiðsins áður en mætt er í verklega tíma.
Fyrirlestrar, 4 klst: Hlutverk þjálfarans, Þjálffræði – grunnþættir þjálfunar, Æfingadagbók, Skipulag þjálfunar.
Verklegir þættir, 8 klst:
Allar greinar saman: Upphitun, Hópefli og leikir.
- Hópfimleikar: Dýna, Lítið trampólín 2, Kóreógrafía.
- Áhaldafimleikar kvenna: Tvíslá, Slá, Kóreógrafía á slá og gólfi.
- Áhaldafimleikar karla: Svifrá, Tvíslá, Bogahestur.
Aldurstakmark: Miðast við 17 ára á árinu
Undanfari: Þjálfari 1A, 1B og 2A
Réttindi: Aðstoðarþjálfari framhaldshópa
Verð: 22.000kr.
Leyfi: Silfurleyfi B – þjálfari má fylgja iðkendum í 4. og 5. þrepi/flokk á mót á vegum Fimleikasambandsins.
Móttökunámskeið 1 – Hópfimleikar
5 klukkustundir
Á námskeiðinu er kennd móttökutækni í öllum helstu grunnæfingum sem framkvæmdar eru á bæði dýnu og trampólíni í hópfimleikum. Námskeiðinu lýkur með verklegu prófi sem er metið staðið/fallið.
Aldurstakmark: 16 ár
Undanfari: Þjálfaranámskeið 1A
Réttindi: Námskeiðið gefur réttindi til móttöku á grunnæfingum í keppni
Verð: 15.000kr.
Móttökunámskeið 1 – Áhaldafimleikar
4 klukkustundir
Á námskeiðinu er kennd móttökutækni í ölllum helstu grunnæfingum sem framkæmdar eru í áhaldafimleikum karla og kvenna. Þátttakendur eru saman á stökki, gólfi og rám en skiptast svo í tvo hópa þegar kemur að slá hjá konum og hringjum og tvíslá hjá körlum. Námskeiðinu lýkur með verklegu prófi sem er metið staðið/fallið.
Aldurstakmark: 16 ár
Undanfari: Þjálfaranámskeið 1A
Réttindi: Námskeiðið gefur réttindi til móttöku á grunnæfingum í keppni
Verð: 15.000kr.
Þjálfaranámskeið 3A
11 klukkustundir
Námskeiðið er framhald af Þjálfara 2B. Námskeiðinu er skipt í fyrirlestra og verklega tíma. Fyrirlestrarnir eru í kennsluforritinu Canvas, ætlast er til að þjálfarar hlusti á alla fyrirlestra námskeiðsins áður en mætt er í verklega tíma.
Fyrirlestrar, 5 klst: Siðfræði og samskipti, Að vera með aðstoðarþjálfara, Aflfræði, Undirbúningur fyrir keppni, Meiðsli og forvarnir.
Verklegir þættir, 6 klst:
Allar greinar saman: Siðfræði og samskipti – verkefnatími
- Hópfimleikar: Dýna, Lítið trampólín og Gólf
- Áhaldafimleikar kvenna: Stökk, Gólf og Tvíslá.
- Áhaldafimleikar karla: Stökk, Gólf og Hringir.
Aldurstakmark: 18 ára
Undanfari: Þjálfaranámskeið 1A, 1B, 2A, 2B og 1. stig þjálfaramenntunar ÍSÍ
Réttindi: Þjálfari yngri keppnishópa
Verð: 26.000
Þjálfaranámskeið 3B
12,5 klukkustundir
Námskeiðið er framhald af Þjálfara 3A. Námskeiðinu er skipt í fyrirlestra og verklega tíma. Fyrirlestrarnir eru í kennsluforritinu Canvas, ætlast er til að þjálfarar hlusti á alla fyrirlestra námskeiðsins áður en mætt er í verklega tíma.
Fyrirlestrar, 3,5 klst: Leiðtogafærni, Sálfræði – Kvíði, Þrekþjálfun, Teygjur.
Verklegir þættir, 9 klst:
Allar greinar saman: Teygjur, Þrek – styrktarþjálfun og fyrirbyggjandi æfingar.
- Hópfimleikar: Dýna, Lítið trampólín.
- Áhaldafimleikar kvenna: Slá og Tvíslá.
- Áhaldafimleikar karla: Bogahestur, Hringir og Tvíslá
Aldurstakmark: 18 ára
Undanfari: Þjálfaranámskeið 1A, 1B, 2A, 2B, 3A og 1. og 2. stig þjálfaramenntunar ÍSÍ
Réttindi: Þjálfari yngri keppnishópa
Verð: 26.000
Leyfi: Silfurleyfi – þjálfari má fylgja iðkendum í 2. og 3. þrepi/flokk á mót á vegum Fimleikasambandsins.
Móttökunámskeið 2 – Hópfimleikar
5 klukkustundir
Á námkeiðinu er farið yfir móttökunækni í flóknari æfingum sem kenndar eru á dýnu og trampólíni í hópfimleikum. Á dýnu er farið í móttökur í skrúfum og tvöföldum heljarstökkum. Á trampólíni og hesti er farið í móttökur á tvöföldum heljarstökkum.
Aldurstakmark: 18 ára
Undanfari: Þjálfaranámskeið 1A og 1B, 2A og Móttökunámskeið 1 í hópfimleikum.
Réttindi: Námskeiðið gefur réttindi til móttöku í keppni.
Verð: 15.000
Móttökunámskeið 2 – Áhaldafimleikar
5 klukkustundir
Á námkeiðinu er farið yfir móttökunækni í flóknari æfingum á öllum áhöldum í áhaldafimleikum karla og kvenna.
Aldurstakmark: 18 ára
Undanfari: Þjálfaranámskeið 1A og 1B, 2A og Móttökunámskeið 1 í áhaldafimleikum.
Réttindi: Námskeiðið gefur réttindi til móttöku í keppni.
Verð: 15.000
Þjálfaranámskeið 4A
Námskeiðið er framhald af Þjálfara 3B. Námskeiðinu er skipt í fyrirlestra og verklega tíma. Fyrirlestrarnir eru í kennsluforritinu Canvas, ætlast er til að þjálfarar hlusti á alla fyrirlestra námskeiðsins áður en mætt er í verklega tíma.
Fyrirlestrar, 5 klst: Sálfræði – sjálfstraust, Uppbygging keppnistímabila áhaldafimleikar/hópfimleikar, Anatómía.
Verklegir þættir, 7 klst:
Allar greinar saman: Sálfræði – verkefnavinna, Anatómía.
- Hópfimleikar: Gólf, dýna og trampólín
- Áhaldafimleikar kvenna: Stökk, tvíslá og gólf
- Áhaldafimleikar karla:
Aldurstakmark: 18 ára
Undanfari: 1., 2. og 3. stig hjá FSÍ og ÍSÍ
Réttindi: Þjálfari eldri keppnishópa
Verð: 30.000
Þjálfaranámskeið 4B
Námskeiðið er framhald af Þjálfara 4A. Námskeiðinu er skipt í fyrirlestra og verklega tíma. Fyrirlestrarnir eru í kennsluforritinu Canvas, ætlast er til að þjálfarar hlusti á alla fyrirlestra námskeiðsins áður en mætt er í verklega tíma.
Fyrirlestrar, X klst: Sálfræði – einbeiting, Fætur – meiðsl og fyrirbyggjandi æfingar, Hryggur og axlir – meiðsl og fyrirbyggjandi æfingar, Grindarbotn.
Verklegir þættir, X klst:
Allar greinar saman: Sálfræði – verkefnavinna, Þrekþjálfun – forvarnir og fyrirbyggjandi æfingar.
- Hópfimleikar:
- Áhaldafimleikar kvenna:
- Áhaldafimleikar karla:
Aldurstakmark: 18 ára
Undanfari: 1., 2. og 3. stig hjá FSÍ og ÍSÍ
Réttindi: Þjálfari eldri keppnishópa
Verð: 30.000
Leyfi: Gullleyfi – þjálfari má fylgja iðkendum í 1.flokki/þrepi og meistaraflokki eða frjálsum æfingum á mót á vegum Fimleikasambandsins.
Þjálfari hefur möguleika á að sækja um landsliðsþjálfarastöðu.