Select Page

Þjálfaraleyfi

Þjálfaraleyfi er fyrir alla sem þjálfa fimleika samkvæmt flokkun hér að neðan. Þjálfarar eru flokkaðir af FSÍ samkvæmt menntun og þurfa þjálfarar að hafa aflað sér tilskyldrar menntunar innan fræðslukerfis FSÍ.

Gull

Fyrir þá þjálfara sem eru búnir með námskeiðið Þjálfari 4 eða sambærileg réttindi, metin af sambandinu. Gullleyfishafar hafa réttindi til að fylgja Meistaraflokki, 1. flokki/þrepi og keppendum í frjálsum æfingum á mót.

Silfur

Fyrir þá þjálfara sem eru búnir með námskeiðið Þjálfari 3 (A og B) eða sambærileg réttindi, metin af sambandinu. Silfurleyfishafar hafa réttindi til að fylgja 3. flokki/þrepi og 2. flokki/þrepi á mót.

Silfur B

Fyrir þá þjálfara sem eru búnir með námskeiðið Þjálfari 2 (A og B) eða sambærileg réttindi, metin af sambandinu. Silfurleyfishafar B hafa réttindi til að fylgja 5. flokki/þrepi og 4. flokki/þrepi á mót.

Brons

Fyrir þá þjálfara sem eru búnir með námskeiðið Þjálfari 1 (A og B) eða sambærileg réttindi, metin af sambandinu. Bronsleyfishafar hafa réttindi til þess að þjálfa iðkendur 9 ára og eldri en hafa ekki réttindi til þess að fylgja keppendum á mót nema sem aðstoðarþjálfarar.

Kopar

Fyrir þá þjálfara sem eru búnir með námskeiðið Aðstoðarþjálfari 1 og 2 eða sambærileg réttindi, metin af sambandinu. Koparleyfishafar hafa réttindi til þess að þjálfa iðkendur 8 ára og yngri iðkendur en hafa ekki réttindi til þess að fylgja keppendum á mót nema sem aðstoðarþjálfarar.