Select Page

Ýmsar hömlur hafa verið settar á íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu frá 7. – 19. október 2020.

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og taka þær gildi 7. október og vara þær til 19. október.

Með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavog. Við vekjum þó athygli á því að hlutirnir þróast hratt og er von á frekari útskýringum um einstaka liði reglugerðarinnar síðar. Við vekjum jafnframt sérstaka athygli á reglugerðunum, sem lesa má hér að neðan.

Hertar aðgerðir fela í sér

  • Íþróttir innandyra óheimil: Líkamsrækt, íþróttastarf og sambærileg starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil innandyra.
  • Nálægðarmörk 2 metrar: Nálægðarmörk verða 2 metrar. Það á einnig við í öllum skólum, að undanskildum börnum fæddum 2005 og síðar. 

Börn fædd 2005 og síðar

  • Íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og tómstundir barna sem eru fædd 2005 og síðar er heimil. 
  • Keppnisviðburðir: Keppnisviðburðir barna sem fædd eru 2005 og síðar þar sem hætta er á blöndun hópa umfram hefðbundnar æfingar eru óheimilir.
  • Nálægðar- og fjöldamörk: Líkt og áður gilda nálægðar- og fjöldamörk ekki um börn fædd 2005 og síðar.

Fylgiskjöl og reglugerðir