Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir fulltrúar Íslands í fimleikahöllinni í París þar sem þau voru valin til að sinna dómgæslu á leikunum.
Þegar að Ólympíuleikum lýkur, tekur við hvíld hjá íþróttafólkinu. Þjálfarar fara í rólegheitum að skipuleggja næsta tímabil sem einkennist af nýjungum, nýjum reglum og nýjum æfingum. Enda fer ekki fram HM að hausti eins og alla jafna þar sem leikarnir taka allt yfir og því meira rými til að ná sér aðeins niður eftir keppni þeirra bestu í heimi.
Á meðan að hægist á öllu hefja dómarar, um allan heim, undankeppni fyrir næstu leika. Alþjóðleg dómarapróf skera úr um hvaða dómarar raða sér í tvo efstu flokka dómara af fjórum. Þessir tveir efstu flokkar vinna sér inn rétt til að reyna við Ólympíuleika að fjórum árum liðnum. Við tekur strangt ferli í Ólympíuöðunni, dæma þarf minnst tvö Heimsmeistara-eða heimsbikarmót og ná þar frammúrskarandi árangri sem metin er með tölfræðiúrvinnslu og hver dómar fær einkunn fyrir sína dómgæslu af óháðum aðila innan alþjóðasambandsins (FIG).
Í þessari Ólympíuöðu reyndu hátt í 600 dómarar við sæti við dómaraborðið í París, en einungis 38 kvenndómarar og 54 karladómarar uppskáru passa á mótið.
Uppáhaldsdómara dúó Íslands, þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir voru valin af FIG til að sinna dómgæslu í París 2024. Björn dæmir nú sína fimmtu leika og Hlín sína aðra.
Bæði hafa þau verið lykilmanneskjur í uppbyggingu fimleika á Íslandi, sinnt óteljandi sjálboðaliða hlutverkum en þar á meðal eru hundruðir fimleikamóta sem þau hafa dæmt, bæði hérlendis og erlendis frá 1989. Þau hafa bæði hlotið viðurkenningar og lof fyrir frammistöðu sína við dómaraborðið, enda er einungis bestu dómurum í heimi boðið að dæma Ólympíuleika.
Einungis fjórir íslenskir dómarar hafa náð inn á Ólympíuleika frá upphafi, en auk þeirra Björns og Hlínar hafa þau Anton Heiðar Þórólfsson og Berglind Pétursdóttir einnig verið valin í þetta stóra hlutverk af FIG. Anton fyrir RÍÓ 2016 og Berglind fyrir Aþenu 2005 og Peking 2008.
Það að ná svona langt í dómgæslu krefst mikils og þau hafa bæði verið lengi að, sinnt hlutverki sínu af alúð og fagmennsku. Fyrsta erlenda mótið sem Björn dæmdi var 24Gympa í Esklistuna árið 1993 sem var 24 tíma fimleikahátíð þar sem Eystrasaltslönd og Norðurlönd kepptu (Nordic-Baltic). En Hlín hóf erlenda ferilinn sinn sem tæknistjóri Norður – Evrópumóti í árið 2000 en dæmdi svo fyrsta NM og EM árið 2002, 2010 fór hún svo dæmdi fyrsta HM sitt.
Við hittum Björn og Hlín og spurðum þau nokkra spurninga.
Hverjir eru uppáhalds Ólympíuleikarnir ykkar?
Björn: Leikarnir í London eru í uppáhaldi. Þetta voru þriðju leikarnir mínir og reynslan farin að kikka inn svo ég var afslappaðri. Það var líka mjög faglega að öllu staðið í kringum úthlutun verkefna í dómgæslunni og allt gekk smurt fyrir sig.
Hlín: Uppáhaldsleikar eru margir hjá mér sem áhorfandi heima í stofu t.d. í LA 1984 einvígið á milli Mary Lou Retton og Ecaterinu Szabo var spennandi og hvetjandi fyrir mig sem unga fimleikastelpa. Eins leikarnir í Seoul 1988 þar sem barátta sovéska liðsins og rúmenska var mikil, þær Shushunova, Silivas og Boginskya háðu mikla baráttu en við í íslenska landsliðinu höfðum keppt með þeim á EM 1986 og 1987. Einnig fannst mér leikarnir 2012 og 2016 upplifun þar sem ég lísti þeim í beinni á RÚV.
Þegar þau eru spurð hvaða Ólympíuaugnablik stendur upp úr eru þau sammála um að árangur Rúnars Alexanderssonar, þegar hann komst í úrslít á bogahesti í Aþenu 2004 og endi svo í 7. sæti í úrslitum, standi upp úr enda er það besti árangur sem íslenskur fimleikamaður hefur náð á Ólympíuleikum. En þessi úrslit eru einnig einn besti árangur sem íslenskur íþróttamaður hefur náð á Ólympíuleikum fyrr og síðar.
Þau voru bæði valin til að dæma leikana í Tokyo, Björn þá með reynslu af fjórum leikum en Hlín var á leið á sína fyrstu leika og það í Covid. Sú upplifun var sérstök og þau voru í raun í sóttkví í Tokyo, læst inni á hóteli og keyrð á milli hótels og keppnishallar. Við máttum ekkert fara annað út. Það var sérstakt að vera kominn alla leið til Japan og geta ekki skoðað sig um í borginni. Að dæma á leikunum í Tokyo 2020 sem fóru fram á COVID tímum var upplifun, besta fimleikafólk í heimi mætt til leiks án áhorfenda við strangar aðstæður. Keppnin sjálf var í raun ekki frábrugðin nema náttúrulega var grímuskylda, og dagleg Covid-test. Erfitt var að fylgjast með Simon Biles draga sig úr keppni en var það rétta miðað við hennar aðstæður á þessum tíma. Leikarnir voru upplifun á frábærum fimleikum og sjónvarpsmóti í góðum félagskap dómara en við erfiðar aðstæður og mikillar einangrunnar á hótelinu.
Þegar þau eru spurð hver er þeirra uppáhalds fimleikamaður er Björn fljótur að svara.
Uppáhaldsfimleikamaðurinn minn er Alexei Nemov. Hann var glæsilegur fulltrúi íþróttarinnar og góð fyrirmynd. Hann hafði mikla útgeislun og var mjög heillandi.
Hlín er í meiri vandræðum og finnst erfitt að gera upp á milli uppáhalds fimleikamanna en getur nefnt Mariu Filatova, Ecaterina Szabo, Li Ning, Alyia Mustafina, Kohei Uchimura og Simon Biles.
Hvað gerir ykkur að eins góðum dómurum og raun ber vitni?
Þau eru sammála um að áhugi á íþróttinni er grunnurinn, en góður dómari þarf að hafa mikinn skilning á hreyfingafræði fimleika og tækni. Þarf að kunna dómarareglurnar mjög vel og dæma af staðfestu það sem hann sér og er samkvæmur sjálfum sér í einkunnagjöf.
Fimleikaveisla Ólympíuleikana hefst með undankeppni karla á morgun, laugardaginn 27. júlí, þar sem Björn verður fulltrúi Íslands og dæmir hringi.
Við óskum Birni og Hlín góðs gengis í sínum hlutverkum og hlökkum til að njóta veislunnar á RÚV okkar allra, þar sem Guðömundur Brynjólfsson mun standa vaktina og lýsa allri gleiðinni beint heim í stofu.