Select Page

Fimleikasamband Íslands hefur ráðið Ragnar Magnús Þorsteinsson í tímabundið starf Fjármálastjóra Fimleikasambands Íslands, en hann mun leysa Evu Hrund af á meðan hún er í fæðingarorlofi, en hún á von á litlu kríli á næstu vikum. Ragnar hóf formlega störf fyrir sambandið 1. júlí, síðastliðinn.

Ragnar Magnús er fimleikahreyfingunni kunnugur en hann hefur þjálfað fimleika til margra ára hjá Gerplu og ferðaðist hann með á Evrópumót í hópfimleikum sem landsliðsþjálfari unglinga árið 2018 og 2021. Ragnar Magnús hefur setið í tækninefnd hópfimleika í mörg ár og var hann hluti af Digital teymi Íslands á Evrópumóti í hópfimleikum árið 2022. Ragnar Magnús útskrifaðist með gráðu í Hagfræði árið 2021, frá Háskóla Íslands.

Fimleikasamband Íslands býður Ragnar Magnús hjartanlega velkominn til starfa.