Select Page

04/05/2020

Ný dagsetning fyrir Eurogym og EGFL

Við tilkynnum með gleði nýja dagsetningu fyrir Eurogym og European Gym for Life Challenge hátíðarnar sem fara áttu fram í júlí 2020 í Reykjavík. 

Eurogym

Aldurstakmarkið verður hækkað í 19 ára, í stað 18 ára, sem gerir öllum skráðum þátttakendum kleift að taka þátt á næsta ári.   

  • Hátíðin fer fram 4. – 8. júlí 2021

European Gym for Life Challenge

Vegna World Gym for Life Challenge sem haldin verður um miðjan júlí 2021 í Portúgal náðist samkomulag milli Evrópska fimleikasambandsins, FIG, portúgölsku nefndarinnar og íslensku nefndarinnar að takmarka aldur þátttakenda að hámarki 19 ára (áður var ekkert aldurstakmark).

  • Sýningarhátíðin verður 3. júlí 2021

Við vonumst innilega eftir áframhaldandi áhuga hjá íslenskum þátttakendum og vonandi eiga enn fleiri eftir að bætast við hópinn ?

Fleiri fréttir

Æfingabúðir í Keflavík

Æfingabúðir í Keflavík

Um liðna helgina stóð Fimleikasamband Íslands fyrir æfingabúðum í áhaldafimleikum kvenna. Ferenc Kováts stýrði æfingunum með aðstoð félagsþjálfara...

Valgarð með tvö silfur

Valgarð með tvö silfur

Karlalandslið Íslands hefur lokið keppni á Norður Evrópumótinu í Finnlandi. Eftir frábæran árangur gærdagsins þar sem landsliðið hafnaði í þriðja...