Select Page

Innlestur á skrám

Hér að neðan má sjá leiðbeiningar við innlestur á skrám í leyfiskerfið

 

Mikilvægt er að muna

  • Lesa þarf inn fyrir hverja leyfistegund fyrir sig í sér skjali (ekki í sitthvort sheet-ið)
  • Öll Gullleyfi í eitt Excel skjal
  • Öll Silfurleyfi í annað Excel skjal
  • o.s.frv.
  • Öll dómaraleyfi í sér skjal
  • Öll þjálfaraleyfi í enn annað Excel skjal á leyfið Skráning Þjálfari
  • Komi upp timeout meðan verið er að lesa inn skrá eða að kerfið frjósi þegar búið er að færa inn              skjal, þá birtast upplýsingar aftur þegar farið er í flipann „staðfesta innlestur“. Ekki skal færa skjalið        inn aftur nema að „staðfesta innlestur“ skili ekki tilætluðum árangri.

Skref 1

Velja “skrá leyfi”.

Skref 1

Skref 2

Nú er hægt að velja á milli þess að lesa inn skrá beint úr Nóra eða eftir útsendum skjölum. Velja þarf annaðhvort.

Skref 2

Skref 3

A) Lesa inn skrá frá Nóra (Excel skjal). Hægt er að sækja öll Excel skjöl hér.

Skref 3a

B) Lesa inn innfyllta skrá (Excel skjal).

Skref 3B

C) Excel skjalið þarf að vera uppsett á eftirfarandi hátt.

Skref 3c

Kerfið les einungis þetta form og þurfa upplýsingar að vera í “sheet 1”. Það sem er rautt, verður að vera útfyllt.

Skref 4

Villuprófun á gögnum

Eftir að búið er að færa inn skrá þá þarf að villuprófa gögnin. Passið að velja rétt leyfi í „tegund leyfis“.

Skref 4a

Komi upp villa kemur melding þess efnis:

Skref 4b

Best er að bregðast við villum með því að hreinsa út alla skráninguna, laga villuna í skjalinu og flytja skjalið aftur inn. Einnig er hægt að hreinsa út villur og laga þær sérstaklega en við mælum ekki með því.

Skref 4c

Skref 5

Flytja inn skráningu

Þegar búið er að útiloka allar villur í innlestrinum og kerfið segir „ Allar færslur í lagi“  þá skal flytja inn skráninguna.

Skref 5a

Eftir að innflutningi er lokið þá kemur fram í athugasemdum hversu margar færslur(leyfi) voru flutt inn.

Skref 5b