Innlestur á skrám
Hér að neðan má sjá leiðbeiningar við innlestur á skrám í leyfiskerfið
Mikilvægt er að muna
- Lesa þarf inn fyrir hverja leyfistegund fyrir sig í sér skjali (ekki í sitthvort sheet-ið)
- Öll Gullleyfi í eitt Excel skjal
- Öll Silfurleyfi í annað Excel skjal
- o.s.frv.
- Öll dómaraleyfi í sér skjal
- Öll þjálfaraleyfi í enn annað Excel skjal á leyfið Skráning Þjálfari
- Komi upp timeout meðan verið er að lesa inn skrá eða að kerfið frjósi þegar búið er að færa inn skjal, þá birtast upplýsingar aftur þegar farið er í flipann „staðfesta innlestur“. Ekki skal færa skjalið inn aftur nema að „staðfesta innlestur“ skili ekki tilætluðum árangri.
Skref 2
Skref 3
A) Lesa inn skrá frá Nóra (Excel skjal). Hægt er að sækja öll Excel skjöl hér.
B) Lesa inn innfyllta skrá (Excel skjal).
C) Excel skjalið þarf að vera uppsett á eftirfarandi hátt.
Kerfið les einungis þetta form og þurfa upplýsingar að vera í “sheet 1”. Það sem er rautt, verður að vera útfyllt.
Skref 4
Villuprófun á gögnum
Eftir að búið er að færa inn skrá þá þarf að villuprófa gögnin. Passið að velja rétt leyfi í „tegund leyfis“.
Komi upp villa kemur melding þess efnis:
Best er að bregðast við villum með því að hreinsa út alla skráninguna, laga villuna í skjalinu og flytja skjalið aftur inn. Einnig er hægt að hreinsa út villur og laga þær sérstaklega en við mælum ekki með því.