Select Page

Hróbjartur Pálmar Hilmarsson hefur verið ráðinn sem landsliðsþjálfari unglinga í áhaldafimleikum karla. Hróbjartur hefur mikla reynslu sem þjálfari í áhaldafimleikum, fyrir hans þjálfaratíð þá var hann fastamaður í A landsliði Íslands.

Hróbjartur er ekki bara fimleikaþjálfari á efsta stigi, heldur er hann líka alþjóðlegur dómari í áhaldafimleikum karla. Hróbjartur hefur sótt sér reynslu á þjálfaranámskeiðum í áhaldafimleikum sem haldin hafa verið á vegum Evrópska Fimleikasambandsins (European Gymnastics).

Hróbjartur er metnaðarfullur þjálfari og hefur hann reynslu af landsliðsþjálfun, en hann hefur fylgt bæði unglingalandsliði og A landsliði í fjöldan allan af landsliðsverkefnum síðastliðin ár. Gott samstarf hefur verið milli Róberts, fyrrverandi landsliðsþjálfara unglinga og Hróbjarts síðastliðin ár en hefur hann þjálfað stóran hluta fastamanna í unglingalandsliðinu okkar.

Hróbjartur mun taka við starfinu af Róbert Kristmannssyni, frá og með deginum í dag en Róbert heldur áfram sem landsliðsþjálfari karla og verður Hróbjarti innan handar.

Hróbjartur er frábær viðbót í glæsilega landsliðsþjálfarateymið okkar og bjóðum við hann velkominn til starfa.