Select Page

Landslið kvenna í hópfimleikum

Your Title Goes Here

Day(s)

:

Hour(s)

:

Minute(s)

:

Second(s)

Úrvalshópar og A-landslið fyrir Evrópumót 2024

Ferlið fram að EM 2024

Fimleikasambandið stefnir á að senda tvö A-landslið til keppni, kvennalið og blandað lið. Mótið verður haldið í Azerbaijan í október 2024. 

Landsliðsþjálfarar velja úrvalshóp sem tilkynntur er á heimasíðu sambandsins og sendur á félögin. Úrvalshópur er breytilegur yfir árið og því eiga allir möguleika á að komast í hóp. 

Yfirmaður verkefnisins er framkvæmdastjóri FSÍ, Sólveig Jónsdóttir en daglegur rekstur og umsjón þess er á höndum afreksstjórans, Írisar Mistar Magnúsdóttur með faglegri aðstoð frá Eddu Dögg Ingibersdóttur. Yfirþjálfarar verkefnisins, með faglega stjórn og uppbyggingu, eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir.

Landsliðshópur – Kvennalið – 2024

Landsliðsþjálfarar

Björk Guðmundsdóttir Gólfæfingar

Kristinn Þór Guðlaugsson
Stökkáhöld

Magnús Óli Sigurðsson
Stökkáhöld

Rakel Másdóttir
Gólfæfingar

Yfirþjálfarar

Yfirþjálfarar verkefnisins eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, en þau eru meðal reyndustu þjálfara Íslands með feril sem skartar tveimur Evrópumeistaratitlum.

Björn Björnsson

Yfirþjálfari
Stökkáhöld

Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir

Yfirþjálfari
Gólfæfingar

Fyrirkomulag kvennaliða á Evrópumótum

Lokahópur samanstendur af tíu keppendum og tveimur varamönnum. Keppt er í undanúrslitum þar sem liðin freista þess að komast á lokamót. Einungis sex lið ná því og keppa um Evrópumeistaratitilinn.

Úrslit Íslands á Evrópumótum í kvennaflokki

Fyrsta Evrópumótið fór fram árið 1996. Mótið var félagsliðamót til ársins 2010 og mátti hvert land þá senda tvö lið til keppni. 

1996 – Jyväskylä, Finnland – 5. sæti (Gerpla)

1998 – Odense, Danmörku – 7. sæti (Stjarnan)

2000 – Birmingham, Bretlandi – 15. sæti (Gerpla), 4. sæti (Stjarnan)

2002 – Champagne, Frakklandi – 11. sæti (Stjarnan), 7. sæti (Björk)

2004 – Dornbin, Austurríki – 4. sæti (Stjarnan)

2006 – Ostrava, Tjékklandi – 8. sæti (Grótta), 2. sæti (Gerpla)

2008 – Ghent, Belgía – 8. sæti (Selfoss), 2. sæti (Gerpla)

2010 – Malmö, Svíþjóð – 7. sæti (Selfoss), 1. sæti (Gerpla)

2012 – Århus, Danmörk – 1. sæti

2014 – Reykjavík, Ísland – 2. sæti

2016 – Maribor, Slóvenía – 2. sæti

2018 – Odivelas, Portúgal – 2. sæti

2021 – Porto, Portúgal – 1. sæti

2022 – Luxemborg – 2. sæti

Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar

Um næsta Evrópumót

Staðsetning

Baku, Azerbaijan

Dagsetning

16.-19. október 2024

Aldur

Unglingaflokkur 14-17 ára (fædd 2010-2007)
Fullorðinsflokkur 16 ára og eldri

Frekari upplýsingar

Koma síðar