Select Page

Íslenska karlalandsliðið í áhaldafimleikum hefur lokið keppni á World Challenge Cup í Krótatíu. Liðið stóð sig mjög vel og flestir sáttir við sinn árangur.

Í dag keppti Ágúst Ingi Davíðsson í hringjum, hann framkvæmdi glæsilega seríu sem skilaði honum 15. sæti með 12.750 stig. Valgarð Reinhardsson og Martin Bjarni Guðmundsson kepptu á svifrá, Valgarð fékk 11.200 stig í 20. sæti  og Martin Bjarni 10.150 stig í því 27. Martin gerði vel á stökki og endaði þar 13. með 13.300 stig.

Róbert Kristmannsson þjálfari liðsins er mjög ánægður með árangur sinna manna.

”Þó að stefnan hafi verið að ná mönnum inn í úrslit þá gekk flest allt vel sem var gert og við getum gengið sáttir frá þessu móti.”

Hér má sjá úrslit mótsins.

Hér má sjá myndir frá mótinu.

Framundan hjá liðinu er langþráð frí áður en næsta törn hefst. Valgarð keppir næst á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Belgíu í byrjun október og í lok nóvember ætla strákarnir sér stóra hluti á Norður Evrópumóti sem haldið verður í Svíþjóð

Fimleikasambandið óskar strákunum til hamingju með árangur mótsins og velgengni í framhaldinu.