Keppni í hópfimleikum
Keppni í hópfimleikum er mjög áhorfendavæn þar sem mikil og góð stemning skapast á meðal áhorfenda sem og keppendanna sjálfra. Þrátt fyrir harða keppni má alltaf gera ráð fyrir góðum anda hjá keppendum og góðu og skemmtilegu andrúmslofti í keppnishöllinni.
Meistaraflokkur og 1.flokkur
Keppt er í A og B deildum í meistaraflokki og 1.flokki. Innan hvors flokks er keppt í kvennaflokki, karlaflokki og flokki blandraðra liða. Keppt er eftir reglum Evrópska fimleikasambandsins, þó með undanþágum í B-deild. Allir liðsmenn þurfa að taka þátt í gólfæfingum en á dýnu og trampólíni eru 6 úr liðinu valdir í hverja umferð (þrjár umferðir á hvoru áhaldi).
Keppendur í meistaraflokki eru 16 ára og eldri en í 1.flokki 13-17 ára.
Hér má sjá keppnisreglur og undanþágur.


2. flokkur, 3.flokkur og KK-eldri
Í 2. og 3.flokki er keppt í stúlknaflokki og flokki blandaðra liða. Sé einn einstaklingur í liðinu af öðru kyni keppir liðið í blönduðum flokki. Á fyrsta móti að hausti raðast lið niður á deildir, A B eða C eftir árangri á mótinu. Í hverju liði eru 8-15 (kvk)/6-15 (blandað lið) einstaklingar. Að lágmarki keppa 6 einstaklingar á hverju áhaldi og að hámarki 12, en það þurfa ekki að vera sömu 12 á öllum áhöldum. Keppt er eftir reglum Evrópska fimleikasambandsins með undanþágum.
Keppendur í 2.flokki eru á aldrinum 14-15 ára, 3.flokki 12-13 ára og KK-eldri 12-15 ára.
4.flokkur, 5.flokkur og KK-yngri
Í 4. og 5. flokki er keppt í stúlknaflokki og flokki blandaðra liða. Sé einn einstaklingur í liðinu af öðru kyni keppir liðið í blönduðum flokki. Á fyrsta móti að hausti raðast lið niður á deildir, A, B eða C eftir árangri á mótinu. Í hverju liði eru 8-15 (kvk)/6-15 (blandað lið) einstaklingar. Að lágmarki keppa 6 einstaklingar á hverju áhaldi og að hámarki 12, en það þurfa ekki að vera sömu 12 á öllum áhöldum. Á dýnu og trampólíni eru gerðar tvær umferðir, að lágmarki 6 liðsmenn þurfa að gera hvora umferð. Keppt er eftir reglum Evrópska fimleikasambandsins með undanþágum.
Keppendur í 4.flokki eru á aldrinum 10-11 ára, 5.flokki 9 ára og KK-yngri 9-12 ára.
Hér má sjá keppnisreglur og undanþágur.
