Select Page

Íslenska karlalandsliðið tók þátt í liðakeppni á Norður Evrópumóti í Jyväskylä, Finnlandi  í dag. Karlalandsliðið skipa þeir: Atli Snær Valgeirsson, Ágúst Ingi Davíðsson, Dagur Kári Ólafsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson, allir æfa þeir í Gerplu. Þjálfarar liðsins eru Róbert Kristmannsson og Viktor Kristmannsson.

Í fyrsta skipti á Norður Evrópumóti nælir karlalandslið Íslands í verðlaun í liða keppni. Strákarnir áttu góðan dag fyrir utan stór mistök á tvíslá, þeir sýndu mikin karakter og kláruðu síðustu tvö áhöldin með glæsibrag sem varð til þessa að þeir nældu sér í sæti í liðakeppni í fyrsta skipti í sögu áhaldafimleika karla. Þeir enduðu í 3. sæti með alls 302.526 stig. Bestan árangur í fjölþraut átti Valgarð, 6.sæti með 77.798 stig.

Úrslit á morgun

Glæsilegar æfingar á einstökum áhöldum, skiluðu þeim Valgarð, Degi Kára, Martin Bjarna og Jónasi Inga sæti í úrslitum á morgun. Keppni hefst klukkan 09:00 á íslenskum tíma. Eins og áður þá hvetjum við alla til að fylgjast með samfélagsmiðlum Fimleikasambands Íslands.

  • Valgarð Reinhardsson keppir til úrslita á gólfi, stökki, tvíslá og svifrá.
  • Dagur Kári Ólafsson keppir til úrslita á bogahesti.
  • Martin Bjarni Guðmundsson keppir til úrslita á svifrá.
  • Jónas Ingi Þórisson keppir til úrslita á gólfi og tvíslá.

Dómarar frá Íslandi á mótinu eru þeir Guðmundur Þór Brynjólfsson og Þorsteinn Hálfdánarson.

Úrslitaþjónusta

Hér verður hægt að fylgjast með úrslitum mótsins.

Fimleikasamband Íslands óskar keppendum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með frábæran árangur og góðs gengis í úrslitum á morgun.

Myndir frá liðakeppni.