Iðkendaleyfi
Iðkendaleyfi er fyrir alla sem iðka fimleika hjá viðkomandi félagi samkvæmt eftirfarandi skilgreiningu.
Gull
Fyrir þá iðkendur sem keppa í frjálsum æfingum og 1. þrepi í áhaldafimleikum, og þá sem eru að keppa með meistara– eða 1. flokki í hópfimleikum. Leyfið veitir réttindi til að keppa á FSÍ mótum og taka þátt í úrvalshópa– og landsliðsverkefnum
Silfur
Fyrir þá iðkendur sem keppa í 2. – 5. þrepi íslenska fimleikastigans í áhaldafimleikum, og þá sem keppa í 2. – 5. flokks liði í hópfimleikum. Leyfið veitir réttindi til að keppa á FSÍ mótum.
Brons
Fyrir þá iðkendur sem eru níu ára og eldri og taka þátt í verkefnum tengdum Fimleikum fyrir alla.
Kopar
Fyrir þá iðkendur sem eru átta ára og yngri og taka þátt í verkefnum tengdum Fimleikum fyrir alla. Koparleyfi á jafnframt um þá sem taka þátt í námskeiðum sem eru í 7 vikur eða lengur.