Select Page

Síðastliðin sunnudag náðist langþráð markmið Fimleikasambandsins þegar samningi var náð við Icelandair. Skrifað var undir samninginn í fimleikahúsi Gerplu, rétt áður en hópfimleikalandsliðin flugu af stað á Evrópumótið í hópfimleikum.

Með samstarfinu mun Icelandair styðja dyggilega við starf Fimleikasambandsins og starf afreksfólks í fimleikum sem felur í sér mikil og kostnaðarsöm um allan heim.

Fimm íslensk landslið, A-landslið kvenna og karla í hópfimleikum auk yngri landsliða, flugu á mánudagsmorgun af stað á Evrópumótið sem fram fer í Lúxemborg dagana 14. – 17. september næstkomandi. A-landslið kvenna er ríkjandi Evrópumeistari í hópfimleikum og á því titil að verja. Ísland á auk þess fjóra fulltrúa á lokamóti Heimsmeistaramótsins í áhaldafimleikum sem fram fer dagana 29. október til 6. nóvember næstkomandi. 

Kristinn Arason, formaður Fimleikasambandsins, var að sjálfsögðu í skýjunum með þetta nýja samstarf.

Það er mjög ánægjulegt að hefja samstarf við okkar öfluga Fimleikasamband. Íslenskt afreksfólk í fimleikum er framúrskarandi íþróttafólk og frábærar fyrirmyndir. Landsliðin okkar og fulltrúar Íslands í einstaklingskeppnum hafa náð frábærum árangri á undanförnum árum og sýnt að Ísland á fullt erindi til að keppa á meðal stórþjóða í íþróttinni.  

Að hefja samstarf við Icelandair markar tímamót í okkar starfi sem við erum ákaflega spennt og þakklát fyrir. Innan sambandsins eru tvær keppnisgreinar, áhaldafimleikar og hópfimleikar ásamt því að árlega ferðumst við á viðburði þar sem áherslan er ekki á keppni heldur þátttöku. umfang ferðalaga er því gríðarstór þáttur í okkar starfsemi og mikið öryggi fólgið í því að vinna með Icelandair þar sem við getum treyst á áreiðanlegar flugferðir og framúrskarandi þjónustu. 

Fimleikasambandið hefur verið í örum vexti undanfarin ár og er nú þriðja stærsta sérsambandið á Íslandi, með 14.141 iðkendur en það eru um 10% allra iðkenda innan íþróttahreyfingarinnar. Fimleikasamband Íslands er einnig stærsta innan húss íþróttagrein landsins og stærsta kvennagreinin innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en fimleikar hafa verið gríðarlega vinsæll valkostur hjá stúlkum og nú æfir þriðja hver stúlka í landinu fimleika. Eins og undanfarin ár er viðburðadagatal Fimleikasambandsins sneisafullt af spennandi keppnum og viðburðum, innlendum sem erlendum. Eftir að Evrópumóti í hópfimleikum og Heimsmeistaramóti í áhaldafimleikum lýkur mun undirbúningur hefjast fyrir Norðurlandamót í hópfimleikum sem haldið verður á Íslandi í nóvember 2023. Von er á hundruðum keppenda og fylgdarliðs.

Icelandair hafði eftirfarandi um samninginn að segja:

Við erum mjög spennt fyrir að Icelandair verði official airline þessa stóra viðburðar. Við hlökkum til samstarfsins og að vinna saman að því að gera umhverfi fimleikafólks á Íslandi enn betra.

Við fögnum þessu nýja samstarfi og hlökkum mikið til að starfa náið með Icelandair í framtíðinni.