Karlalandsliðið í hópfimleikum sem ferðaðist um landið í sumar prýðir forsíðu Skinfaxa, tímarit Ungmennafélag Íslands. Við hvetjum ykkur til að fletta blaðinu.
Tilgangur ferðarinnar var að sýna stráka í fimleikum á Íslandi og efla drengi á landsbyggðinni til að koma og vera með. Ferðin vakti mikla lukku og í blaðinu má lesa viðtal við yfirþjálfara Fimleikafélags Akraness og þjálfara hjá Ungmennafélagi Kormáks, á Hvammstanga.
„Ég hef aldrei séð eins marga í íþróttahúsinu og þegar fimleikastrákarnir komu með sýninguna hingað. Þetta voru á milli 100-200 manns og það voru ekki sæti fyrir alla.“
Segir Þórey Edda, þjálfari Ungmennafélag Kormáks.
Þórdís Þöll, yfirþjálfari hafði svipaða sögu að segja frá Akranesi:
„Íþróttahúsið var troðfullt, ég held að um 600 manns hafi séð sýninguna. Í kjölfarið vildu allir strákar fara í fimleika,“