Select Page

Valgarð Reinhardsson er mættur til Antwerp, Belgíu, þar sem að Heimsmeistaramót í áhaldafimleikum fer fram um þessar mundir. Þær Margét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir mæta á svæðið á miðvikudag.

Valgarð fær að spreyta sig í báðum æfingarsölunum á morgun og tekur svo við Podiumæfing á miðvikudaginn 27. september. Stelpurnar eiga svo Podiumæfingu á föstudag, 29. september.

Valgarð stígur á stóra sviðið á laugardag 30. september, klukkan 14:00 á íslenskum tíma og þær Margrét og Thelma á mánudag 2. október, klukkan 19:15.

Hér verður hægt að fylgjast með úrslitum.

Hér verður hægt að fylgjast með beinu streymi.

Hér koma myndir af keppendum.

Endilega fylgist með á miðlum sambandsins, við ætlum að vera dugleg að leyfa ykkur að fylgjast með.

Áfram Ísland!