Select Page

Síðastliðinn sunnudag fór fram seinasta æfing ársins hjá Hæfileikamótun drengja í áhaldafimleikum. Alek Remezanpour var fenginn til þess að stýra verkefninu, sem hann hefur gert þetta árið og seinustu daga hefur hann unnið hart að skipulagi næsta árs. Drög að komandi fimleikaári og verkefninu verða því auglýst í bráð.

Verkefnið í ár var krefjandi en á samatíma lærdómsríkt, verkefnið hefur verið háð breytingum í takt við samfélagið og hafa þessir ungu drengir og þjálfarar þeirra ekki látið neitt stoppa sig. Mikil áhersla hefur verið lögð á samvinnu félaga og félagsþjálfara, en sú samvinna hefur gengið vonum framar og við hjá Fimleikasambandi Íslands erum þakklát þeim sem hafa séð sér fært að hliðra til daglega fimleikastarfinu sínu til þess að skapa pláss og tíma fyrir drengina okkar. Markmið ársins hefur verið að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra hver af öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar.

Samkvæmt Alek þjálfara eftir æfinguna á sunnudaginn, þá má sjá miklar framfarir í hópnum, bæði í fimleikum og samvinnu. Við hlökkum til að fylgjast með verkefninu blómstra á næsta ári.