Hæfileikamótun í áhaldafimleikum
Hæfileikamótun stúlkna
Hæfileikamótun felur í sér það að öll félög á landinu hafa jafnan möguleika á að senda iðkendur á ákveðnum aldri og getustigi á æfingar sem skipulagðar eru af þjálfurum í hæfileikamótun. Við hjá Fimleikasambandinu leggjum okkur fram við að ráða þá þjálfara sem við teljum að séu hæfastir til að undirbúa þátttakendur í hæfileikamótun sem best og sjá til þess að það fái sem besta þjálfun.
Í ár mun megináherslan vera á líkamlegan undirbúning. Þar sem farið verður í gegnum helstu grunnæfingar í fimleikum sem og styrk. Félögin sem eiga ekki iðkendur á þessum aldri eða getustigi fá tækifæri til að senda þjálfara ef sá þjálfari hefur áhuga á því að koma og fylgjast með.
Uppsetning verkefnisins í ár verður með svipuðu sniði og síðastliðið ár. Niðurstöður könnunar sem sem send var á þá þjálfara sem tóku þátt í verkefninu í fyrra leiddi í ljós að það var almennt mikil ánægja með verkefnið og óskuðu þjálfarar eftir því að æfingar í ár yrðu fleiri en í fyrra. Við höfum því aukið æfingafjölda um tvær æfingar yfir árið, fjöldi æfinga í hæfileikamótun stúlkna verða því sex fimleikaæfingar og stefnir sambandið á að flétta inn fræðslu fyrir iðkendur sem mun nýtast í þeirra þjálfun.
Með þessu verkefni erum við að stuðla að bættri grunnþjálfun í áhaldafimleikum. Markmiðið er einnig að gefa stúlkum á fyrirfram ákveðnum aldri og eru á svipuðu getustigi tækifæri á því að kynnast og mæta á fimleikaæfingar sem samherjar en ekki mótherjar. Þetta er einnig vettvangur fyrir þjálfara úr mismunandi félögum að hittast og möguleiki á samstarfi og samvinnu þeirra á milli.
Æfingaáætlun fyrir árið 2023 (birt með fyrirvara á breytingar)
Æfing 1
- 14. maí, Gerpla kl. 14:00- 17:00
- Stutt fræðsla fyrir iðkendur og foreldra í beinu framhaldi af æfingunni.
Æfing 2
- 8. eða 9. júní, staðsetning óstaðfest.
- Iðkendum boðið upp á að kynnast landsliðskonum. Opnað verður á spurningar og myndatökur.
Æfingar 3-4
- Æfingahelgi í lok ágúst/byrjun septmber
Æfingar 5-6
- Æfingahelgi í lok nóvember/byrjun desember
Nánari dagsetningar og tímasetningar verða sendar á þátttakendur þegar nær dregur.

Ingibjörg Þóra Þórarinsdóttir – Þjálfari í Hæfileikamótun stúlkna

Sif Pálsdóttir – Þjálfari í Hæfileikamótun stúlkna
Viðmið fyrir skráningu/ kröfur frá þjálfurum
Iðkandi þarf að vera á aldrinum 11-13 ára (2012-2010)
2012 – hefur lokið 3.þrepi og sé að fara að keppa í 2.þrepi.
2011 – hefur lokið 2.þrepi og sé að fara að keppa í 1.þrepi.
2010 – hefur keppt í 1.þrepi og sé að fara að keppa í frjálsum æfingum/hefur keppt í
frjálsum æfingum.
Hér má lesa blað sent á félögin þann 2. maí, 2023
Hæfileikamótun stúlkna – Upplýsingablað 2023
Hæfileikamótun drengja
Róbert Kristmannsson var fyrstur til að mynda hóp í Hæfileikamótun drengja í áhaldafimleikum, árið 2021 tók Alek Ramezanpour við og hann mun halda verkefninu áfram. Áhersla er lögð á samvinnu félaga, þjálfara og að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra af hverjum öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar.
Skráning í hæfileikamótun drengja er hafin. Hér geta félagsþjálfarar skráð sína iðkendur.
Hér má lesa blað sent á félögin þann 22. júní, 2023
Hæfileikamótun drengja – Upplýsingablað 2023
Æfingaáætlun fyrir árið 2023 (birt með fyrirvara á breytingar)
Æfing 1
- 12. ágúst kl. 09:00 – 12:00
- Fylkir
Æfing 2
- Æfing í lok september/byrjun október
Æfing 3
- Æfing í lok október/byrjun nóvember
Æfing 4
- Æfing í lok nóvember/byrjun desember
Nánari dagsetningar og tímasetningar verða sendar á þátttakendur þegar nær dregur.

Alek Ramezanpour – Þjálfari í hæfileikamótun drengja
Norðurlandamót drengja
Upplýsingar um verkefnið má finna hér: Norðurlandamót drengja (youth)
Alek Ramezanpour hefur valið landslið fyrir Norðurlandamót drengja. Landslið Íslands skipa:
- Aron Freyr Daviðsson, Björk
- Ásgeir Smári Ásgeirsson, Fylkir
- Daníel Theodór Glastonbury, Gerpla
- Davið Þór Bjarnason, Fylkir
- Kári Pálmason, Gerpla
Varamaður: Bjarni Hafþór Jóhannsson, Gerpla