Select Page

Hæfileikamótun 2024

Hæfileikamótun er fyrir iðkendur fædda 2007-2012, sem uppfylla lágmarkskröfur inn á hæfileikamótunar æfingar en hafa ekki enn náð lágmarkskröfum inn á úrvalshópaæfingar. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra hvor af öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar. Áhersla er lögð á samvinnu félaga og þjálfara.

Árið 2023 fengu iðkendur í hæfileikamótun fræðslu, sem fjallaði um hvað er að vera í hæfileikamótun og úrvalshópum, kynningu á FSÍ, landsliðum, markmiðum og ferlinu að Evrópumóti. Slóð á glærur má finna hér. 

Þjálfarar í hæfileikamótun 2024

Aníta Þorgerður Tryggvadóttir

Helgi Laxdal Aðalgeirsson

Hæfileikamótun dagskrá

Æfing 13.sept 

Tímasetning: Föstudaginn 13.09.24 kl 18:30 – 21:30 í Ármanni. Æfingin er einungis fyrir drengi en nánari upplýsingar um stúlknaæfinguna koma síðar. Þessi æfing er í samstarfi við danska þjálfara sem að eru að koma til landsins í námsferð (nánari upplýsingar má finna um hópinn hér að neðan).

Félög/félagsþjálfarar skrá sína iðkendur í gegnum Þjónustugátt FSÍ undir nafninu:
Hæfileikamótun drengir – Hópfimleikar

Athugið að skráning lokar 11. sept.

Við biðjum félagsþjálfarar að fylgja iðkendum á æfingarnar.

Upplýsingar um danska hópinn:

We are a group of 25 boys coaches who are on a study trip to Iceland. The trip originates from the fact that we in Denmark see that boys disappear from gymnastics already from the age of 6-7 and we want to do something about that – that’s our mission.

Therefore, we would like to meet with different associations and clubs, leaders and coaches across nationalities and cultures to be inspired, and to discuss and investigate the different ways boys can be trained. We will do this by inviting people to round table discussions, by training together and by giving a presentation. We are curious about how you feel that boys’ gymnastics is developing in Iceland. 

Our superior goal is to learn about training cultures and develop better environments and cultures that support the development of many more boys in gymnastics. 

Fyrstu æfingar í hæfileikamótun 2024

Tímasetning: Laugardaginn 9. mars í Gróttu, Seltjarnarnesi. Æfingin verður í tveimur hlutum þar sem drengir og stúlkur mæta í sitthvoru lagi á æfinguna. Athugið að aldursskipt verður í hópa á æfingunni sé nægur fjöldi til þess. 

Við biðjum félagsþjálfarar að fylgja iðkendum á æfingarnar.

Dagskrá (ath. Að uppsetning á æfingu getur breyst eftir fjölda sem eru skráðir): 

  • Drengir kl. 14:00 – 16:30
    – 14:00 mæting, hitta þjálfara og fá upplýsingar um æfinguna.
    – 14:15 upphitun
    – 14:45 dýnustökk
    – 15:15 trampólín
    – 15:45 gólf – móment
    – 16:15 teygjur og spjall

 

  • Stúlkur kl. 17:00 – 19:30
    – 17:00 mæting, hitta þjálfara og fá upplýsingar um æfinguna
    – 17:15 upphitun
    – 17:45 skipt í hópa: Dýnu og trampólín stöðvar (20 mín) og full stökk (10 mín)
    – 18:15 skipt um áhöld (dýna & trampólín)
    – 18:45 gólf (allir saman) (30 mín)
    – 19:15 teygjur og spjall

Iðkendur þurfa að uppfylla ákveðin lágmörk til að vera skráð á æfinguna. Félög/félagsþjálfarar skrá þá iðkendur sem uppfylla kröfurnar. Skráning lokar 4. mars

Skráning fer fram í gegnum Þjónustugátt FSÍ undir nafninu:
Hæfileikamótun 9. mars – Hópfimleikar

Dagskrá 2024

Nánari dagskrá fyrir árið 2024 er í vinnslu og verður birt hér þegar hún er tilbúin.